Prófessor líkir Grikklandi við Lehman 18. maí 2010 00:01 Rætt um skuldavanda Snarpur niðurskurður á fjárlagahalla gríska ríkisins verður stjórnvöldum ofviða, segir Niall Ferguson, sem hér situr lengst til vinstri. Fréttablaðið/AFP Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira