Fótbolti

Khedira gerði fimm ára samning við Real

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sami Khedira í leik með þýska landsliðinu.
Sami Khedira í leik með þýska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Þjóðverjinn Sami Khedira gerði í dag fimm ára samning við spænska stórliðið Real Madrid.

Khedira kemur til Real frá Stuttgart þar sem hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Forráðamenn þýska liðsins ákváðu að selja hann frekar nú en að leyfa honum að fara frítt eftir eitt ár. Kaupverðið er óuppgefið.

Khedira sló í gegn með þýska landsliðinu á HM í Þýskalandi í sumar og skoraði sigurmarkið í bronsleiknum gegn Úrúgvæ.

Hann er 23 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Stuttgart. Hann á þýska móður en faðir hans er frá Túnis. Khedira byrjaði að spila með aðalliði Stuttgart árið 2006 og skoraði alls fjórtán mörk í 98 leikjum með liðinu.

Khedira er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Real Madrid í sumar. Hinir eru Sergio Canales, Angel di Maria og Pedro Leon. Allir gerðu fimm ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×