Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 18:56 Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu.
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent