Styttist óðum í björgunina 7. október 2010 00:30 Letruð í stein Nöfn námumannanna og hjálmur ofan á.fréttablaðið/AP Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku. Mennirnir hafa verið í tvo mánuði niðri í göngunum og áttu ekki von á að komast upp á yfirborð jarðar fyrr en í næsta mánuði. Undanfarnar tvær vikur hafa mennirnir verið að búa sig undir brottförina. Þeir hafa sent upp á yfirborðið bréf frá ættingjum og aðra persónulega muni, sem þeir vilja ekki skilja eftir. Þetta hefur verið flutt upp á yfirborðið í hylkjum, sem hafa verið notuð til að flytja matvæli, hrein föt, lyf og aðrar nauðsynjar niður til mannanna í gegnum þröng göng, sem tókst að bora til þeirra nokkrum vikum eftir að þeir lokuðust inni. Þrír borar eru notaðir til að bora breiðari göng niður til mannanna, svo hægt verði að flytja þá sjálfa upp á yfirborðið með þar til gerðum hylkjum, sem sérstaklega hafa verið smíðuð í þessu skyni. Mennirnir hafa unnið að því að flytja burt grjótmylsnu, sem hrunið hefur niður í dvalarstað þeirra í göngunum meðan borað hefur verið niður til þeirra. Mennirnir lokuðust niðri í göngunum þann 5. ágúst þegar 700 þúsund tonn af grjóti hrundu og lokuðu af neðri hluta ganganna. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu farist, en eftir að samband náðist við þá hafa ættingjar og vinir dvalist við yfirborðið og beðið eftir frelsun ástvina sinna. Mikill fögnuður braust út þar í vikunni þegar Cristian Barra iðnaðarráðherra sagði að byrjað yrði að æfa björgunaraðgerðir á morgun, föstudag, með þyrlum og flutningabifreiðum. Hann vildi þó ekki fullyrða að björgunin sjálf væri á næsta leiti: „Þetta þýðir bara að við viljum vera vel undirbúin svo engin mistök verði gerð þegar björgunin hefst.“ Sebastian Pinera forseti sagði þó, nú í byrjun vikunnar, að vonir stæðu til þess að mennirnir yrðu komnir út undir bert loft áður en hann færi af landi brott í Evrópureisu, en þeirri ferð hefur verið frestað til 17. október. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira