Hundrað milljarða lán mánuði fyrir hrunið 15. apríl 2010 03:00 þremenningarnir í samsonarhópnum Athafnamennirnir Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson, sem hér stendur í miðjunni, gengu hnarreistir inn á svið íslenska efnahagslífsins með bjórpeninga í vasanum frá Rússlandi síðla árs 2002 og keyptu ráðandi hlut ríkisins í Landsbankanum um áramótin. Björgólfur Thor er sá eini þeirra sem ekki er gjaldþrota í dag.Fréttablaðið/ÞÖK Björgólfsfeðgar keyrðu viðskiptaveldi sitt áfram á lánveitingum frá Landsbankanum. Fall annars þeirra hefði sett tvo banka á hliðina, að mati dansks bankasérfræðings. Skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga undir stjórn þeirra feðga voru svo miklar að fall annars þeirra feðga hefði örugglega dregið Landsbankann og Glitni með í fallinu. Þetta er mat danska bankasérfræðingsins Jørns Astrups Hansen, fyrrverandi forstjóra Sjóvinnubankans í Færeyjum og formanns stjórnar endurskipulagningarfélags í eigu danska ríkisins. Hann skrifar fylgiskjal með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Hansen segir eigendur bankanna hafa litið á þá sem hlaðborð enda hafi þeir haft sterk ítök í þeim, nánast getað stýrt þeim að vild. Þetta á við um bankana alla. Líkt og sést á töflum með greininni tengdust Björgólfsfeðgar fjölda fyrirtækja, bæði alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum sem einkahlutaverkefnum sem unnu að framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Mörg fyrirtækjanna þurftu á miklu fé að halda, ekki síst þegar herti að á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum síðla árs 2007. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Landsbankinn glímdi sjálfur við lausafjárskort í erlendri mynt árið 2008 og leiddi það til falls hans. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að bankastjórnin samþykkti að lána kjölfestufjárfestinum Samsoni, félagi þeirra Björgólfsfeðga, 168 milljónir punda, jafnvirði tæpra 25,5 milljarða króna, 5. september 2008, mánuði áður en skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans. Sama dag fengu tvö einkahlutafélög Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans og helsta eiganda hans, lán upp á jafnvirði 41,5 milljarða króna. Þegar hér var komið við sögu voru lánveitingar til Björgólfs Guðmundssonar stærsta áhættuskuldbinding bankans. Í septemberlok bættist við víkjandi lán upp á 153 milljónir evra, jafnvirði 24 milljarða króna, til Björgólfs Thors Björgólfssonar frá Landsbankanum í Lúxemborg. Lánið var veitt þar sem rekstur Actavis, sem félag Björgólfs hafði tekið yfir árið áður, hafði ekki gengið vel og hótaði Deutsche Bank að gjaldfella lánveitingu vegna yfirtöku hans á lyfjafyrirtækinu. Rannsóknarnefnd Alþingis telur lánafyrirgreiðsluna meiri háttar brot á lögum um fjármálafyrirtæki. Þessu til viðbótar fékk Björgólfur að láni 1,8 milljarða króna í evrum frá Straumi í desember sama ár. Á sama tíma var lausafjárstaða Straums afar veik. Björgólfur Thor birti afsökunarbréf í gær þar sem hann viðurkennir dómgreindarleysi í aðdraganda hrunsins. Hann álítur þó ekki að brot hafi verið framin. Lánveitingar til Björgólfsfeðga mánuði fyrir fall bankans jafngilda því að þeir hafi fengið um hundrað milljarða króna hjá Landsbankanum einum síðasta mánuðinn sem hann var í meirihlutaeigu þeirra. Þá verður því ekki neitað að feðgarnir stuðluðu að falli hans þar sem lánin voru að mestu í evrum og pundum. Þetta telur rannsóknarnefnd Alþingis sem tekur fram að helstu eigendur bankans hafi hvorki haft hug eða getu til að styðja við bankann í fjárhagserfiðleikum hans. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Björgólfsfeðgar keyrðu viðskiptaveldi sitt áfram á lánveitingum frá Landsbankanum. Fall annars þeirra hefði sett tvo banka á hliðina, að mati dansks bankasérfræðings. Skuldbindingar Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga undir stjórn þeirra feðga voru svo miklar að fall annars þeirra feðga hefði örugglega dregið Landsbankann og Glitni með í fallinu. Þetta er mat danska bankasérfræðingsins Jørns Astrups Hansen, fyrrverandi forstjóra Sjóvinnubankans í Færeyjum og formanns stjórnar endurskipulagningarfélags í eigu danska ríkisins. Hann skrifar fylgiskjal með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Hansen segir eigendur bankanna hafa litið á þá sem hlaðborð enda hafi þeir haft sterk ítök í þeim, nánast getað stýrt þeim að vild. Þetta á við um bankana alla. Líkt og sést á töflum með greininni tengdust Björgólfsfeðgar fjölda fyrirtækja, bæði alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum sem einkahlutaverkefnum sem unnu að framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Mörg fyrirtækjanna þurftu á miklu fé að halda, ekki síst þegar herti að á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum síðla árs 2007. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að Landsbankinn glímdi sjálfur við lausafjárskort í erlendri mynt árið 2008 og leiddi það til falls hans. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að bankastjórnin samþykkti að lána kjölfestufjárfestinum Samsoni, félagi þeirra Björgólfsfeðga, 168 milljónir punda, jafnvirði tæpra 25,5 milljarða króna, 5. september 2008, mánuði áður en skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók yfir stjórn bankans. Sama dag fengu tvö einkahlutafélög Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans og helsta eiganda hans, lán upp á jafnvirði 41,5 milljarða króna. Þegar hér var komið við sögu voru lánveitingar til Björgólfs Guðmundssonar stærsta áhættuskuldbinding bankans. Í septemberlok bættist við víkjandi lán upp á 153 milljónir evra, jafnvirði 24 milljarða króna, til Björgólfs Thors Björgólfssonar frá Landsbankanum í Lúxemborg. Lánið var veitt þar sem rekstur Actavis, sem félag Björgólfs hafði tekið yfir árið áður, hafði ekki gengið vel og hótaði Deutsche Bank að gjaldfella lánveitingu vegna yfirtöku hans á lyfjafyrirtækinu. Rannsóknarnefnd Alþingis telur lánafyrirgreiðsluna meiri háttar brot á lögum um fjármálafyrirtæki. Þessu til viðbótar fékk Björgólfur að láni 1,8 milljarða króna í evrum frá Straumi í desember sama ár. Á sama tíma var lausafjárstaða Straums afar veik. Björgólfur Thor birti afsökunarbréf í gær þar sem hann viðurkennir dómgreindarleysi í aðdraganda hrunsins. Hann álítur þó ekki að brot hafi verið framin. Lánveitingar til Björgólfsfeðga mánuði fyrir fall bankans jafngilda því að þeir hafi fengið um hundrað milljarða króna hjá Landsbankanum einum síðasta mánuðinn sem hann var í meirihlutaeigu þeirra. Þá verður því ekki neitað að feðgarnir stuðluðu að falli hans þar sem lánin voru að mestu í evrum og pundum. Þetta telur rannsóknarnefnd Alþingis sem tekur fram að helstu eigendur bankans hafi hvorki haft hug eða getu til að styðja við bankann í fjárhagserfiðleikum hans. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent