Formaður má ekki segja frá 15. júní 2010 06:00 Jón Gunnarsson Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda. „Ég hélt því til haga þegar formenn flokkanna sammæltust um að opna bókhaldið að þetta yrði aldrei nema ófullkomin tilraun til að gera hluti eftir á, og það hefur auðvitað sýnt sig," segir Bjarni: „Eftir sitja nokkrir styrkir og í mínu tilfelli þessi eini." Spurður um aðra þingmenn sem ekki gefa upp styrki sína, segir hann: „Ég hef margoft sagt að mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir taki saman þessar upplýsingar og geri opinberar eftir því sem hægt er." Minnst fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks ættu að vera, en eru ekki, á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem hafa skilað upplýsingum um kostnað við prófkjör flokksins 2006. Stofnunin mæltist til þess að þessum upplýsingum yrði skilað fyrir síðustu áramót en það var ekki lagaleg skylda. Jón Gunnarsson er einn þessara. Hann segir að honum hafi ekki fundist taka því að skila yfirlýsingu um lág framlög til sín. Hæstu styrkirnir hans hafi numið 150.000 krónum og hann hafi þegið fjóra slíka. Alls 875.000 krónur frá átta fyrirtækjum. Heildarkostnaður í prófkjörinu hafi numið um fjórum milljónum, mest greitt úr eigin vasa. Ólöf Nordal skilaði heldur engu. Hún segir að kostnaðurinn hafi verið um tvær milljónir og mest úr eigin vasa. Enginn styrkur hafi verið yfir 300.000 krónum: „Ég tók þá afstöðu að þiggja enga slíka styrki," segir hún. Þá skilaði Pétur H. Blöndal ekki upplýsingum um prófkjörið 2006. Hann segist hafa skilað öllu sem honum bar að skila, en sem fyrr segir var um tilmæli að ræða frekar en skyldu. „Ég fékk einn styrk 2006 frá manni sem vildi endilega veita mér hann. Það voru 700.000 krónur. Þessi prófkjör hafa kostað mig um átta milljónir og það hefur að öðru leyti verið greitt úr eigin vasa," segir Pétur. Spurður hver hafi styrkt hann, segist Pétur þurfa að fá leyfi til að gefa það upp. Tveir þingmannanna, Árni Johnsen og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, upplýstu um bókhald sitt eftir að frestur Ríkisendurskoðunar rann út, í Fréttablaðinu og á Vísi. Árni sagði þá sinn kostnað undir 300.000 krónum og Ragnheiður að stærsti styrkur til hennar hefði verið hálf milljón frá Baugi. Meðal þingmanna sjálfstæðisflokks, sem ekki hafa greint frá öllum stykjum sínum, eru Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Þór Júlíusson og Sigurður Kári Kristjánsson. Sigurður hefur þó sagt að á bak við sína óútskýrðu styrki standi „fjölskyldumeðlimir og fólk sem tengist mér vinaböndum". klemens@frettabladid.is Ólöf Nordal Pétur Blöndal bjarni benediktsson
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira