Norski skíðagöngugarpurinn Petter Northug beitti óvenjulegri aðferð til þess að undirbúa sig sem fyrir Ólympíuleikana í Vancouver sem hefjast í Kanada á morgun. Northug gekk á 26 tinda í Meråker- fylkinu sem voru allir yfir 1000 metra háir.
Petter Northug vann síðan fyrsta heimsbikarmótið sitt aðeins nokkrum vikum eftir fjallgönguna og þakkaði Midtiklumpen-tindunum fyrir hjálpina. „Þessar fjallgöngur eru frábær leið til að koma sér í sem best form," sagði Petter Northug í viðtali við Dagbladet.
„Í þriggja eða fjögurra tíma fjallgöngu lendir þú í allskyns aðstæðum og alla vegna undirlagi. Þú gengur á hörðu, mjúku, flötu bröttu eða steinóttu undirlagi. Þú ferð upp og niður til skiptist og svona ferðir reyna á alla vöðva líkamans," sagði Northug við Dagbladet.
Sport