Körfubolti

Forseti og ráðherra fengu hraunmolann sem gerði útslagið í forsetakjörinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og FIBA Europe, Katrín Jakobsdóttir íþróttamálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Gerður Guðjónsdóttir eiginkona Ólafs.
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og FIBA Europe, Katrín Jakobsdóttir íþróttamálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Gerður Guðjónsdóttir eiginkona Ólafs. Mynd/KKÍ/Stefán Þór Borgþórsson

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands boðuðu í dag í móttöku til heiðurs forseta ÍSÍ Ólafi Rafnssyni, nýkjörnum forseta FIBA Europe.

Meðal þeirra sem mættu voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og íþróttamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ásamt mörgum formönnum sérsambanda og körfuknattleiksdeilda.

Við þetta tækifæri fengu forseti og ráðherra hraunmola úr Eyjafjallajökli að gjöf - en allir þingfulltrúar fengu samskonar gjöf til að kynna enn frekar framboð Ólafs á Ársþingi FIBA Europe.

Gjöfin hafði greinilega góð áhrif á alla á þingi því Ólafur hlaut yfirburðakosningu á móti Turgay Demirel, forseta tyrkneska körfuknattleikssambandsins og varaforseta FIBA Europe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×