Keypti verðlaust bréf af Saga á yfir milljarð 17. nóvember 2010 06:00 Heimildarmaður Fréttablaðsins segir viðskipti gjaldeyrissjóðsins GLP FX langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim sem eru til rannsóknar.Fréttablaðið/heiða Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis, GLP FX, keypti rétt eftir bankahrun verðlaust skuldabréf af Saga Capital fjárfestingarbanka á meira en milljarð króna. Fjárfestar sem áttu fé í sjóðnum töpuðu jafnvirði kaupanna enda voru engin verðmæti á bak við þau. Talið er að skjöl vegna samningsins hafi verið fölsuð. Þetta er meðal þess sem varð tilefni húsleita Sérstaks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu Sérstaks saksóknara frá því í gær sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega fyrr. Öll hin hafa verið nefnd í stefnum og málsskjölum slitastjórnar Glitnis á hendur Glitnismönnum hér heima og í New York. Skuldabréfið var til komið vegna láns frá Saga Capital til Stíms hf. fyrir kaupum á hlut í Glitni. Samkvæmt samningi sem liggur fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður 18. ágúst 2008, en var framvirkur til 19. nóvember 2008. Engin gögn hafa hins vegar fundist um gerð samningsins í ágúst 2008 og því töldu rannsakendur að hann hefði verið falsaður; í raun hefði hann ekki verið gerður fyrr en í nóvember, ríflega mánuði eftir að Glitnir féll og skuldabréfið varð verðlaust. Sérstökum saksóknara var tilkynnt um þessar grunsemdir. Hann hefur hins vegar ekki rannsakað málið, enda sýna tölvupóstsamskipti Fjármálaeftirlitsins við Saga Capital að grunsemdirnar séu ekki á rökum reistar. Fleira kemur til. Jafnvel þótt samningurinn reynist ósvikinn telja menn að aldrei hefði átt að kaupa skuldabréfið á fullu verði með vöxtum eins og gert var, enda hafði virði hlutabréfa í Glitni hríðfallið frá því að Saga Capital veitti Stím lánið síðsumars 2007 og fram til 18. ágúst 2008 og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Á þessum tíma hafði virði bréfanna í Glitni meira að segja verið fært nálægt núlli í bókum Stíms. Þar fyrir utan var sjóðurinn gjaldeyrissjóður og mátti reglum samkvæmt ekki fjárfesta í skuldabréfum. Það eitt er talið varða við lagaákvæði um umboðssvik. Heimildarmaður Fréttablaðsins, sem þekkir vel til málsins, segir að þetta sé langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim fimm atriðum sem til rannsóknar eru varðandi Glitni.Ekki liggur fyrir hvers vegna Glitnismenn kusu að greiða með þessum hætti skuld Stíms við Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, þvertekur hins vegar fyrir það að rannsóknin beinist að sér eða fyrirtæki sínu.„Ég náttúrlega get ekki svarað fyrir gjaldeyrissjóðinn GLP FX en við seldum skuldabréf fyrir milligöngu Glitnis og það er í tengslum við það sem við erum að hjálpa til."Spurður hvernig standi á því að Glitnir hafi keypt svo gott sem verðlaust skuldabréf fullu verði svarar Þorvaldur Lúðvík: „Lá það fyrir á þeim tíma? Þeir leggja auðvitað sitt mat á það." Stím málið Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gjaldeyrissjóður Glitnis keypti verðlausa skuld af Saga Capital á yfir milljarð eftir hrun. Talið var að kaupsamningurinn hefði verið falsaður til að láta líta út fyrir að hann hafi verið gerður fyrir hrun en það reyndist ekki rétt. Forstjóri Saga segist ekki í rannsókn. Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis, GLP FX, keypti rétt eftir bankahrun verðlaust skuldabréf af Saga Capital fjárfestingarbanka á meira en milljarð króna. Fjárfestar sem áttu fé í sjóðnum töpuðu jafnvirði kaupanna enda voru engin verðmæti á bak við þau. Talið er að skjöl vegna samningsins hafi verið fölsuð. Þetta er meðal þess sem varð tilefni húsleita Sérstaks saksóknara í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu Sérstaks saksóknara frá því í gær sem ekki hefur verið fjallað um opinberlega fyrr. Öll hin hafa verið nefnd í stefnum og málsskjölum slitastjórnar Glitnis á hendur Glitnismönnum hér heima og í New York. Skuldabréfið var til komið vegna láns frá Saga Capital til Stíms hf. fyrir kaupum á hlut í Glitni. Samkvæmt samningi sem liggur fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður 18. ágúst 2008, en var framvirkur til 19. nóvember 2008. Engin gögn hafa hins vegar fundist um gerð samningsins í ágúst 2008 og því töldu rannsakendur að hann hefði verið falsaður; í raun hefði hann ekki verið gerður fyrr en í nóvember, ríflega mánuði eftir að Glitnir féll og skuldabréfið varð verðlaust. Sérstökum saksóknara var tilkynnt um þessar grunsemdir. Hann hefur hins vegar ekki rannsakað málið, enda sýna tölvupóstsamskipti Fjármálaeftirlitsins við Saga Capital að grunsemdirnar séu ekki á rökum reistar. Fleira kemur til. Jafnvel þótt samningurinn reynist ósvikinn telja menn að aldrei hefði átt að kaupa skuldabréfið á fullu verði með vöxtum eins og gert var, enda hafði virði hlutabréfa í Glitni hríðfallið frá því að Saga Capital veitti Stím lánið síðsumars 2007 og fram til 18. ágúst 2008 og því hefði Stím aldrei getað greitt skuldina. Á þessum tíma hafði virði bréfanna í Glitni meira að segja verið fært nálægt núlli í bókum Stíms. Þar fyrir utan var sjóðurinn gjaldeyrissjóður og mátti reglum samkvæmt ekki fjárfesta í skuldabréfum. Það eitt er talið varða við lagaákvæði um umboðssvik. Heimildarmaður Fréttablaðsins, sem þekkir vel til málsins, segir að þetta sé langskýrasta dæmið um lögbrot af þeim fimm atriðum sem til rannsóknar eru varðandi Glitni.Ekki liggur fyrir hvers vegna Glitnismenn kusu að greiða með þessum hætti skuld Stíms við Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga, þvertekur hins vegar fyrir það að rannsóknin beinist að sér eða fyrirtæki sínu.„Ég náttúrlega get ekki svarað fyrir gjaldeyrissjóðinn GLP FX en við seldum skuldabréf fyrir milligöngu Glitnis og það er í tengslum við það sem við erum að hjálpa til."Spurður hvernig standi á því að Glitnir hafi keypt svo gott sem verðlaust skuldabréf fullu verði svarar Þorvaldur Lúðvík: „Lá það fyrir á þeim tíma? Þeir leggja auðvitað sitt mat á það."
Stím málið Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira