Pálmi Haralds: Milljarðurinn var „fjárfestingarsamningur“ 27. janúar 2010 21:02 Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin." Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin."
Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35
Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50
Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28