Mengað til langframa 7. október 2010 00:00 Leðjan rauða Flaut yfir heilu þorpin. fréttablaðið/AP Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Óttast er að eiturleðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæpsamlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síðdegis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straumum frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bifreiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggisatriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgangur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lóninu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópusambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusambandið reiðubúið að veita Ungverjum aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem rennur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin," segir Herwit Schuster, talsmaður umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace. „Það er greinilegt að 40 ferkílómetra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma," sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennisvöllur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira