Kínastjórn vill sameiningu Kóreuríkja 1. desember 2010 00:30 Ekki hrifin Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór ekki dult með andúð sína á framtaki Wikileaks.fréttablaðið/AP Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira