Eignir Jóns Ásgeirs enn kyrrsettar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 30. júní 2010 18:38 Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa. Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa.
Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent