Eignir Jóns Ásgeirs enn kyrrsettar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 30. júní 2010 18:38 Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa. Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum. Skilanefnd Glitnis stefndi Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding rétt fyrir páska. Þeim Jóni Ásgeiri og Pálma er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus, sem var forstjóri bankans, er sakaður um að hafa umbúðalaust framkvæmt skipanir þeirra félaga. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. Í tengslum við þetta mál krafðist skilanefndin kyrrsetningar á eignum þeirra hér á landi. Að auki hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál gegn þeim og fleirum í New York og krafist kyrrsetningar, hjá breskum dómstóli, á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim. Samkvæmt þinglýstum gögnum frá Sýslumanni sem fréttastofa hefur undir höndum hafa eignir Jóns Ásgeirs verið kyrrsettar vegna þessa máls. Þær eignir sem um ræðir eru m.a. húseignir, glæsibifreiðar, jarðir, bankainnstæður og eignarhlutur í félaginu Þú Blásól. Samtals upp á rúmar 196,5 milljón króna. Kyrrsetningarbeiðnin hljóðaði aftur á móti upp á sex milljarða og vantar því um 5,8 milljarða upp á. Í fréttum okkar í gær kom fram að tollstjóri hefði fallið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs og tveggja annarra stjórnarmanna FL Group eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins. Mun þetta ekki breyta þeirri staðreynd að eignir Jóns Ásgeirs eru kyrrsettar, eina breytingin er sú að Glitnir banki á nú ríkari kröfu á eignir hans en skattrannsóknarstjóri. Ekki fást upplýsingar um hvernig kyrrsetningarmál þeirra Pálma og Lárusar standa.
Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira