Keflavík bikarmeistari í tólfta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 15:28 Mynd/Daníel Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Keflavík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta eftir sigur á KR í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar, 72-62. KR hafði forystuna eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 33-30, en eftir að Keflavík náði undirtökunum snemma í þeim síðari var ljóst í hvað stefndi. Þetta er tólfti bikarmeistari Keflavíkur frá upphafi en með sigri í dag hefði KR unnið sinn ellefta og þar með jafnað árangur Keflavíkur - sem hefur unnið bikarinn oftast allra liða. Sterkur varnarleikur og góð liðsheild skilaði Keflavík sigrinum og var frammistaða liðsins sérstaklega góð í síðari hálfleik. Jacquline Adamshick var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig auk þess sem hún tók fjórtán fráköst. Birna Valgarðsdóttir skoraði fjórtán stig og Bryndís Guðmundsdóttir tólf. Hjá KR var Chazny Morris stigahæst með nítján stig en hún tók þar að auki þrettán fráköst. Signý Hermannsdóttir átti einnig fínan leik en hún skoraði fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Leikurinn tafðist um 20 mínútur vegna bilunar í annarri skotklukkunni en þegar að hann loksins hófst voru Keflvíkingar fyrri til að gefa tóninn. Þær komust tíu stigum yfir á fyrstu fimm mínútunum en KR náði þó að svara fyrir sig með átta stigum í röð. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 19-16, Keflavík í vil. Aftur bilaði skotklukkan og gat annar leikhluti ekki hafist fyrr en eftir nokkra mínútna töf. En nú voru það KR-ingarnir sem byrjuðu betur og þeir náðu undirtökunum í leiknum þegar þeir komust á 8-0 sprett og fjórum stigum yfir, 31-27. Munurinn í hálfleik var svo þrjú stig, 33-30. Bæði lið áttu sína spretti í nokkuð kaflaskiptum fyrri hálfleik. Keflavíkurvörnin byrjaði mjög vel en það dró af henni eftir því sem leið á hálfleikinn. Þegar að Signý Hermannsdóttir komst í gang í öðrum leikhluta fór sóknarleikur KR að ganga mun betur. Hún var alls með tíu stig í fyrri hálfleik og fór fyrir liðinu þegar það komst yfir. Kanarnir í báðum liðum voru að hitta nokkuð vel og voru stigahæstu leikmenn liðanna. Chazny Morris skoraði ellefu stig fyrir KR og Adamshick var sömuleiðis með ellefu fyrir Keflavík. Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri. Liðið komst aftur á 10-0 sprett og var það fyrst og fremst sterkum varnarleik að þakka. Liðið hafði því tíu stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 54-44. KR-ingar náðu ekki að brúa bilið aftur í fjórða leikhluta og Keflvíkingar fögnuðu sætum tíu stiga sigri sem fyrr segir. Keflvíkingar spiluðu vel í síðari hálfleik og unnu fyrir sigrinum. En of margir lykilmenn í liði KR klikkuðu í dag. Í raun var enginn sem steig upp í síðari hálfleik og því var sigur Keflvíkinga aldrei í hættu eftir að þær tóku völdin snemma í þriðja leikhluta. Flestir í liði Keflavíkur skiluðu sínu og gott betur. Adamshick, Birna, Bryndís, Pálína og Ingibjörg skiluðu fínum tölum og varamennirnir áttu flestir góðar innkomur, sérstaklega í seinni hálfleik.KR - Keflavík 62-72 (33-30)KR: Chazny Paige Morris 19/13 fráköst, Signý Hermannsdóttir 14/12 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 6/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.Keflavík: Jacquline Adamshick 19/14 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 9/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/6 fráköst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira