Birna: Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:30 Birna Valgarðsdóttir. Mynd/Arnþór Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir er að fara að spila sinn níunda bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. „Núna eru við komnar í Höllina enn og aftur en vonandi gerum við aðeins betur en við gerðum á síðasta ári. Ég ætla rétt að vona að við höfum lært af þessum töpum undanfarin tvö ár og náum að spila okkar leik og halda haus. Ef við náum því þá verðum við í góðum málum," segir Birna. Jacquline Adamshick, bandaríski leikmaðurinn hjá Keflavík er efst í deildinni í bæði stigaskori (25,7 í leik) og fráköstum (15,8 í leik.) „Hún er alveg ótrúleg og ef hún verður í stuði þá eiga KR-stelpurnar ekki möguleika," segir Birna kokhraust. Keflavík lenti í smá lægð í janúar þegar liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð en liðið hefur núna unnið þrjá síðustu deildarleiki sína á móti hinum liðunum í A-deildinni. „Við fundum gírinn sem við þurfum að gíra okkur upp í og ég vona að við höldum okkur í honum út tímabilið," segir Birna. En hvað þarf liðið að gera í úrslitaleiknum? „Ég held að við þurfum að vera ákveðnar og einbeita okkur að því sem við eigum að gera í leiknum. Svo þurfum við líka að stíga út því þær eru nokkrar mjög góðar í fráköstunum," sagði Birna en mótherjar liðsins í bikaúrslitaleiknum undanfarin tvö ár tóku samtals 50 sóknarfráköst í leikjunum tveimur. Það vóg þungt í báðum leikjum. „Ég ætla að vona að þessi tvö töp ýti undir baráttuna í okkar liði því annars erum við í vondum málum. Ég trúi ekki öðru en að við förum alla leið núna. Þetta er ekkert á sálinni hjá okkur því þetta er bara einn leikur á ári. Þetta nýr leikur og á móti nýju liði. Það eru öðruvísi áherslur núna og við bara gerum það sem við þurfum að gera," segir Birna. Keflavík er búið að vinna alla fjóra leiki sína á móti KR í vetur og verður að teljast vera sigurstranglegra liðið í leiknum. „Það skiptir engu máli hvernig leikirnir við þær í deildinni hafa farið því þetta er allt annað að spila bikarúrslitaleik. KR-stelpurnar eru allar öflugar og við þurfum að passa alla leikmenn. Það er ekki einn sem þarf að taka sérstaklega. Þetta verður bara hörkuleikur og ég vona að þetta detti okkar megin. Eigum við bara að segja allt þegar þrennt er," sagði Birna að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira