Hildur: Gaman að spila á móti Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 09:00 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR. Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira
Keflavík og KR spila til úrslita í Poweradebikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 13.30. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur spilað fimm bikaúrslitaleiki og unnið bikarinn þrisvar sinnum. „Mér lýst rosalega vel á þennan leik enda er gaman að spila á móti Keflavík. Við erum búnar að vera púsla liðinu svolítið saman og höfum ekki átt bestu leikina okkar á móti þeim í vetur. Það er eitthvað til þess að laga á laugardaginn (í dag)," segir Hildur. KR varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum þegar liðið vann Keflavík í úrslitaleiknum. „Það gæti verið að við kíkjum aðeins á úrslitaleikinn fyrir tveimur árum og peppum okkur aðeins upp með því. Við erum með reynslu núna af því að fara í Höllina og ég held það eigi eftir að skila okkur í þessum leik. Þær koma örugglega alveg brjálaðar enda búið að henda þeim út með silfrið tvö ár í röð. Þetta verður bara skemmtilegt," segir Hildur. „Þær eru með hrikalegan öflugan útlending og við verðum að stoppa hana. Svo eru þetta allt öflugir leikmenn. Við þurfum bara að spila okkur leik og ná upp vörninni og stemmningunni því þá erum við með nokkuð gott lið," segir Hildur. „Við vitum lítið um nýja leikmanninn þeirra því við höfum ekki spilað á móti henni. Ég hef ekki séð hana spila þannig að maður veit ekki hvað hún kemur með inn í liðið. Við vitum ekki hvort hún er að bæta Keflavíkurliðið eða bara að breikka hópinn," segir Hildur. Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR en Hildur segir að stelpurnar séu ekkert útundan þegar kemur að því að undirbúa liðin. „Við erum ekkert að rífast við strákana um þjálfarann því hann skiptir þessu bara fínt á milli okkar. Það er fín samvinna á milli liðanna enda klárum við þetta öll saman. Það verður örugglega mikil spenna og pressa á þjálfaranum eftir leik hjá okkur en ég held að það verði bara skemmtilegt fyrir hann," segir Hildur. Bandaríski leikmaðurinn Chazny Morris meiddist á dögunum en á að vera klár í leikinn í dag. Hildur er líka að verða góð af sínum meiðslum. „Það var svolítið svekkelsi að missa hana út um leið og ég var að koma til baka. Ég held að þetta sé ekkert alvarlegt hjá henni og hún verður alveg með. Við eldri leikmennirnir þurfum bara að passa upp á okkur svo við verðum sprækar á laugardaginn," segir Hildur en hvað var mikilvægast þegar bikarinn kom í hús fyrir tveimur árum. „Ég held að það hafi frábær undirbúningur fram að leik og að við höfðum virkilega gaman af þessu. Vikan öll fyrir leik situr í manni á leikdegi og frábær undirbúningur hjá fólkinu í kringum liðið hefur mikil áhrif. Þá komum við bara í Höllina eins og prinsessur og vinnum leikinn," sagði Hildur í léttum tón.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira