Segir enga sanngirni í að menn græði 100 milljarða á átta dögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. febrúar 2011 12:23 Ólafur Ólafsson krefur þrotabú Kaupþings um 115 milljarða króna vegna átta daga gamals samnings sem gerður var í miðju bankahruni. „Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
„Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira