Segir enga sanngirni í að menn græði 100 milljarða á átta dögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. febrúar 2011 12:23 Ólafur Ólafsson krefur þrotabú Kaupþings um 115 milljarða króna vegna átta daga gamals samnings sem gerður var í miðju bankahruni. „Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
„Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira