Handbolti

Strákarnir í stuði og stemmningin var engu lík - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísland vann Þýskaland
Það var mikið fjör og mikið gaman í troðfullri Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar íslenska handboltalandsliðið vann 36-31 sigur á því þýska í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM.

Strákarnir fóru á kostum í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum sem íslenska liðið vann 21-14. Þjóðverjarnir áttu engin svör gegn frábæru íslensku liði sem hefndi fyrir tapið á HM í Svíþjóð á dögunum.

Með sigrinum komst íslenska liðið upp í annað sæti riðilsins en þjóðirnir mætast síðan aftur út í Þýskalandi á sunnudaginn kemur. Austurríki er áfram í efsta sætinu en tvö efstu liðin komast á EM í Serbíu sem fram fer í byrjun næsta árs.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Höllinni í gærkvöldi. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.





Guðjón Valur Sigurðsson var frábær í gærkvöldi.Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×