Tottenham hélt hreinu og komst áfram í 8-liða úrslit Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. mars 2011 21:31 William Gallas bjargar hér á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið. Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Það gerist ekki oft að Tottenham haldi hreinu í fótboltaleik en markalaust jafntefli liðsins gegn ítalska liðinu AC Milan í kvöld tryggði enska liðinu sæti í 8-liða úrslitum í fyrsta sinn í sögu félagsins. Mark Peter Crouch í fyrri leiknum á San Siro í Mílanó tryggði Tottenham 1-0 sigur samanlagt. "Þetta er stórt kvöld fyrir okkur. Varnarleikurinn var magnaður hjá öllu liðinu og við áttum þetta skilið," sagði Crouch í leikslok. Gestirnir frá Mílanó voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og heimamenn voru stálheppnir að fá ekki á sig mark. Brasilíumaðurinn Robinho fékk frábært færi á lokamínútu leiksins en skot hans fór rétt yfir markið. Þetta var ekki eina færið sem Robinho fékk í leiknum – og reyndar fékk hann bestu færin. Á 25. mínútu bjargaði William Gallas á marklínu eftir að Robinho hafði skotið á markið og boltinn breytti um stefnu á Sandro. Pato var nálægt því að skora á 77. mínútu en skot hans fór í hliðarnetið. Harry Redknapp knattspyrnustjói Tottenham tók ekki þá áhættu að setja Gareth Bale í byrjunarliðið en hann kom inn á í síðari hálfleik. Rafael van der Vaart byrjaði hjá Tottenham en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Sóknarleikur Tottenham var alls ekki eins og þeir eru vanir að bjóða stuðningsmönnum sínum uppá – og marktækifæri liðsins voru sárafá. AC Milan stillti upp sókndjörfu liði en Pato, Robinho og Zlatan Ibrahimovic voru allir í byrjunarliðinu. Zlatan var langt frá sínu besta en Robinho fékk tvö bestu færin, og Pato lét einnig að sér kveða. Barcelona frá Spáni og Shaktar Donetzk frá Úkraínu eru einnig komin í 8-liða úrslit keppninnar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Manchester United frá Englandi og Marseille frá Frakklandi. Bayern München frá Þýskalandi tekur á móti Inter en ítalska liðið hefur titil að verja.Tottenham: Gomes, Corluka, Dawson, Gallas, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Sandro, Pienaar, Van der Vaart, Crouch. Subs: Cudicini, Hutton, Bale, Jenas, Pavlyuchenko, Defoe, King.AC Milan: Abbiati, Abate, Thiago Silva, Nesta, Jankulovski, Boateng, Flamini, Seedorf, Robinho, Ibrahimovic, Alexandre Pato. Subs: Amelia, Strasser, Papastathopoulos, Oddo, Merkel, Yepes, Antonini. Dómari: Frank De Bleeckere (Belgíu)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira