NBA í nótt: Enn tapar Miami fyrir bestu liðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2011 09:00 Mynd/AP Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Chicago vann því alla þrjá leiki sína gegn Miami á tímabili og kom sér upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Miami sem er nú í því þriðja. Boston er sem fyrr á toppnum. Eins og tölurnar bera með sér var leikurinn æsispennandi. Miami var með frumkvæðið framan af en Chicago náði að komast yfir í fjórða leikhluta. Staðan var 84-79, Chicago í vil, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Miami skoraði þá sjö stig í röð og komst yfir, 86-84. Þar af skoraði Mario Chalmers fimm stig en þau reyndust vera síðustu fimm stig frá Miami í leiknum. Brotið var á Luol Deng þegar sautján sekúndur voru eftir og fór hann á vítalínuna. Hann nýtti fyrra skotið sitt en það síðara geigaði. Mike Miller reyndi að ná frákastinu en villa var dæmd á hann fyrir að keyra í Deng í þeirri baráttu og fór þá síðarnefndi því aftur á vítalínuna. Umdeild ákvörðun en í þetta sinn nýtti Deng bæði vítin sín og kom Chicago yfir, 87-86. Þarna voru um fimmtán sekúndur eftir en varnarleikur Miami hélt haus í lokin og hvorki LeBron James né Dwyane Wade komu skotum sínum í körfuna. Tíminn rann út og Chicago fagnaði dýrmætum sigri. Þetta var fjórða tap Miami í röð en gengi liðsins gegn betri liðum deildarinnar gefur ekki ástæðu til að áætla gott gengi í úrslitakeppninni í vor. James skoraði 26 stig í leiknum, Chris Bosh 23 og Wade 20. Hjá Chicago var Derrick Rose stigahæstur með 27 stig en Deng skoraði átján. LA Lakers vann San Antonio, 99-83. San Antonio er með bestan árangur allra liða í deildinni en Lakers er núverandi meistari og vann í nótt sinn sjöunda leik í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir liðið og Pau Gasol 21. Boston vann Milwaukee, 89-83. Paul Pierce skoraði 23 stig og Kevin Garnett var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Boston í röð. New Orleans vann Cleveland, 96-81, og styrkti möguleika sína á að komast í úrslitakeppnina en liðið er í sjötta sæti Austurdeildarinnar. Chris Paul, leikstjórnandi Hornets, fékk þó heilahristing í þriðja leikhluta og missir af leik liðsins í kvöld. Paul var með þrettán stig og ellefu stosðendingar. David West var stigahæstur með 23 stig en Marco Belinelli skoraði átján. Memphis vann Dallas, 104-103. Zach Randolph skoraði sigurkörfu Memphis þegar 0,3 sekúndur voru til leiksloka. New York vann Atlanta, 92-79. Amare Stoudemire skoraði 26 stig fyrir New York og Landry Fields fimmtán í öruggum sigri New York. Carmelo Anthony skoraði fjórtán stig en hann var potaður í augað í fyrsta leikhluta og fékk svo höfuðhögg í öðrum. Oklahoma City vann Phoenix, 122-118, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 32 stig og var með ellefu stoðsendingar og James harden var með 26 stig fyrir Phoenix. Philadelphia vann Golden State, 125-117, í framlengdum leik. Andre Iguodala var með fimmtán stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar og náði þar með þrefaldri tvennu í sínum öðrum leik í röð. Detroit vann Washington, 113-102. Charlie Vellanueva skoraði sextán stig, öll í öðrum leikhluta, fyrir Detroit. John Wall var með 24 stig og sjö stoðsendingar fyrir Washington.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira