Hálft prósent Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 3. mars 2011 09:11 Góður maður lét hafa eftir sér forðum að samlegðaráhrif væru eins og fljúgandi furðuhlutir; allir vita hvað það er en enginn hefur séð þá. Þetta verður ágætt að hafa í huga seinna í dag þegar skýrsla starfshóps um tækifæri í samrekstri og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verður kynnt. Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðaráhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið. Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissutímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er vonandi að meirihlutanum í Reykjavík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauðsynlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði faglegum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa. Fyrir liggur mikil vinna starfshópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg. Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tækifæri sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til samstarfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum. Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar. Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skólastarfi, t.d. með samrekstri stofnana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara. Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma. Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skólakerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki. Börnin í borginni eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræðingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinning enda lítill faglegur ávinningur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsakaður. Farsælast hefði verið að viðurkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sameiningu skóla. Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sérstaklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sameiningu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemendur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur. Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borgarinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Góður maður lét hafa eftir sér forðum að samlegðaráhrif væru eins og fljúgandi furðuhlutir; allir vita hvað það er en enginn hefur séð þá. Þetta verður ágætt að hafa í huga seinna í dag þegar skýrsla starfshóps um tækifæri í samrekstri og sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verður kynnt. Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðaráhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið. Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissutímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er vonandi að meirihlutanum í Reykjavík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauðsynlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði faglegum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa. Fyrir liggur mikil vinna starfshópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg. Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tækifæri sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til samstarfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum. Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar. Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skólastarfi, t.d. með samrekstri stofnana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara. Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma. Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skólakerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki. Börnin í borginni eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræðingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinning enda lítill faglegur ávinningur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsakaður. Farsælast hefði verið að viðurkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sameiningu skóla. Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sérstaklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sameiningu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemendur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur. Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borgarinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun