Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2011 12:53 Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira