Íslenski boltinn

Þær norsku mæta í Laugardalinn í september - byrjað gegn Búlgaríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Jónsdóttir í leik á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik Algarve-bikarsins.
Katrín Jónsdóttir í leik á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik Algarve-bikarsins. Mynd/AP
Íslenska kvennalandsliðið dróst meðal annars í riðli með Noregi í undankeppni fyrir EM 2013 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag. Klara Bjartmarz og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari voru út í Sviss og hafa nú gengið frá leikdögum fyrir íslenska liðið en önnur lið í riðlinum eru: Belgía, Ungverjaland, Norður Írland og Búlgaría.

Íslenska liðið gæti byrjað á móti Búlgaríu í Búlgaríu 19. maí en það er ekki endanlega búið að staðfesta þann leik. Fyrri viðureignin á móti Noregi verður hinsvegar á Laugardalsvellinum 17. september næstkomandi og liðin mætast síðan aftur í Noregi í lokaleik riðilsins rúmu ári síðar. Það gæti hugsanlega orðið úrslitaleikurinn um sigurinn í riðlinum og þar með sæti í lokakeppninni í Svíþjóð.

Á heimasíðu KSÍ er frétt um að það sé búið að samþykkja leikdaga fyrir leiki Íslands í riðlinum. Fyrirvari er reyndar á fyrsta leikdeginum, Búlgaría - Ísland 19. maí, en endanleg staðfesting á honum kemur á næstu dögum.





Leikir Íslands í undankeppni EM 20132011

19. maí Búlgaría - Ísland

17. september. Ísland - Noregur

21. september Ísland - Belgía

22. október Ungverjaland - Ísland

26. október Norður Írland - Ísland

2012

4. apríl Belgía - Ísland

16. júní Ísland - Ungverjaland

21. júní Ísland - Búlgaría

15. september Ísland - Norður Írland

19. september Noregur - Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×