Fram fram fylking! Sóley Tómasdóttir skrifar 12. mars 2011 06:00 Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í dag hefst fundaferð um Reykjavík, þar sem fyrirhugaðar sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila verða kynntar í hverju hverfi fyrir sig. Borgarstjóri og formaður menntaráðs flytja erindi í Grafarvogi kl. 11 og Breiðholti kl. 14. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum kennara, stjórnenda, foreldra eða minnihlutans á mælendaskrá. Meirihlutinn kynnir og borgarbúar hlusta. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, enda hefur meirihlutinn hvorki gefið færi á samtali eða samstarfi í undirbúningsferlinu og virt alla gagnrýni að vettugi. Fyrirhugaðar breytingar á skólastarfi er stórmál. Þær varða okkur öll, þær lúta að þjónustu við börnin okkar í dag og tækifærum þeirra til framtíðar. Í einni hendingu á að gera stórkarlalegar breytingar á frístundaheimilum borgarinnar, sameina 30 leikskóla, nokkra grunnskóla, búa til safnskóla, færa aldursmörk og fleira og fleira. Hver og ein þessara breytinga hefði krafist ítarlegrar greiningar og yfirlegu af hálfu fagfólks, samráðs við foreldra, tíma, ráðrúms og gagnrýninnar hugsunar. Nú eru tillögurnar í umsagnarferli hjá fag- og stéttarfélögum og hagsmunasamtökum. Þó það sé tilhlökkunarefni að fá faglega rökstudd álit þeirra, þá lítur því miður ekki út fyrir að þau verði tekin alvarlega frekar en annað. Umsagnarfrestur rennur út 25. mars nk. og stefnt er að samþykkja tillögurnar 29. mars. Vel ígrunduð og upplýst ákvörðun um svo viðamiklar grundvallarbreytingar á reykvísku skólakerfi verða ekki teknar á einni helgi. Enn eina ferðina er því um sýndarsamráð að ræða, meirihlutann varðar ekkert um skoðanir annarra. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar hefur ekki aðeins hunsað samráð við fagfólk, foreldra og minnihlutann, heldur hefur hann ekki gefið sér tíma til að meta áhrif þeirra breytinga sem þegar hefur verið ráðist í. Áhrif svona breytinga koma fram á mörgum árum og því alls ekki ljóst hver áhrifin eru af þeim sameiningum sem þegar hafa farið fram. Mikil áhætta felst í slíkum gassagangi þar sem daglegt líf barna og fagstarf með þeim er undir. Þau einstrengingslegu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð eru óásættanleg með öllu. Ég skora á foreldra og fagfólk að gefast ekki upp, heldur standa saman og með börnunum í borginni og láta rödd sína heyrast. Nauðsynlegt er að þessi áform meirihlutans verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í sátt og samráði við borgarbúa og með hag barnanna að leiðarljósi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun