Lífið og listin Jónína Michaelsdóttir skrifar 29. mars 2011 06:00 Ég veit ekki hvernig er með aðra, en ég verð að segja að ég er orðin frekar leið á æsingi og handapati alþingismanna í ræðustól alþingis og víðar. Annað hvort er þetta leikaraskapur, kækur frá menntaskólaárum eða skortur á sjálfstjórn. Einhvern veginn finnst manni viðkunnanlegra að þeir sem bjóða sig fram til alþingis og koma þar með að stjórn landsins, geti haft stjórn á sjálfum sér. Prúðasta fólk breytist í kenjótta krakka og upphrópunarpostula í þessum ræðustól. Þess utan er nútíma tækni á því stigi að það er óþarfi að brýna röddina. Menn eru ekki staddir úti á víðavangi án hljóðnema. Gott hjá RÚVEkki fer hjá því að framúrskarandi framtak Ríkisútvarpsins í landsmálum, þættirnir Hvert stefnir Ísland, opni augu manns enn frekar fyrir framangreindu. Hvorki stjórnendur, þátttakendur í panel né gestir í sal, tjáðu sig með þessum hætti. Þarna fór fram fagleg og gagnleg umræða, og maður hugsaði með sér: Þetta er hægt! Hér á Íslandi! Mál skoðuð frá mörgum hliðum, fólk ófeimið að tjá sig, ekki reynt að upphefja sig á kostnað annarra. Það er kannski óraunsæi, en óneitanlega vekja þessir þættir vonir um að ný umræðuhefð gæti skotið rótum hér á landi á næstu árum ef að henni er hlúð. Happ þjóðarinnarNú þegar Harpa, tónlistarhús í austurhluta Reykjavíkurhafnar, er að hefja starfsemi, verður manni óneitanlega hugsað til þess hvað við Íslendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við erlenda tónlistamenn fyrr og síðar og hvað þeir hafa auðgað íslenskt menningarlíf. Vladimir Ashkenazy er auðvitað eitt af óskabörnum þjóðarinna, þó að hann hafi fæðst í öðru landi. Þessi magnaði listamaður varð á sínum tíma hrifinn af hugmynd fyrsta forstjóra Norræna hússins, Ivars Eskelend, sem vildi koma á norrænni listahátíð hér á landi. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri tók vel í þá hugmynd og fylgdi henni eftir. Ashkenazy vildi taka þátt í slíkri hátíð og hafði samband við vini sína, sem voru til í að koma. Þannig varð þetta alþjóðleg hátíð. Listahátíð í Reykjavík. Og nú er Ashkenazy að fara stjórna opnunartónleikum í Hörpu, enda á hann stóran þátt í að þetta ævintýri er að verða að veruleika. Á stríðsárunum komu hingað framúrskarandi listamenn eins og Franz Mixa, Karl Heller, Hans Stepanek og dr. Victor Urbancic. Það munaði meira en lítið um þessa menn. Tónlistarskóli í Reykjavík var stofnaður fyrir forgöngu Páls Ísólfssonar og Franz Mixa. Sjálf man ég vel eftir dr. Urbacic í þykkum frakka með skjalatösku í hendi á leið í strætó á Langholtsveginum dag hvern, þegar ég var krakki. Og þótti skrýtið að sjá hann uppáklæddan með tónsprotann í hendinni í Þjóðleikhúsinu þegar ég fór þangað. Í dag eru aðstæður allt aðrar á Íslandi, tónlistalíf öflugt og fjölbreytt, og sem betur fer flytja ennþá útlendingar til landsins. Þar á meðal hæfileikaríkir listamenn. Og mikið er maður þakklátur fyrir það. Síðastliðið sunnudagskvöld sat ég í góðum félagsskap í troðfullum sal Iðnó og naut þess að hlusta og horfa á Charlotte Böving sem er dásamlegur listamaður, með fallega og sérstaka söngrödd. Dagskráin heitir: Þetta er lífið ...og om lidt er kaffen klar, hending úr þekktu lagi eftir Benny Andersen. Ég held að allir hafi farið glaðir og upptendraðir út. Þetta er lífið, stóð undir nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Ég veit ekki hvernig er með aðra, en ég verð að segja að ég er orðin frekar leið á æsingi og handapati alþingismanna í ræðustól alþingis og víðar. Annað hvort er þetta leikaraskapur, kækur frá menntaskólaárum eða skortur á sjálfstjórn. Einhvern veginn finnst manni viðkunnanlegra að þeir sem bjóða sig fram til alþingis og koma þar með að stjórn landsins, geti haft stjórn á sjálfum sér. Prúðasta fólk breytist í kenjótta krakka og upphrópunarpostula í þessum ræðustól. Þess utan er nútíma tækni á því stigi að það er óþarfi að brýna röddina. Menn eru ekki staddir úti á víðavangi án hljóðnema. Gott hjá RÚVEkki fer hjá því að framúrskarandi framtak Ríkisútvarpsins í landsmálum, þættirnir Hvert stefnir Ísland, opni augu manns enn frekar fyrir framangreindu. Hvorki stjórnendur, þátttakendur í panel né gestir í sal, tjáðu sig með þessum hætti. Þarna fór fram fagleg og gagnleg umræða, og maður hugsaði með sér: Þetta er hægt! Hér á Íslandi! Mál skoðuð frá mörgum hliðum, fólk ófeimið að tjá sig, ekki reynt að upphefja sig á kostnað annarra. Það er kannski óraunsæi, en óneitanlega vekja þessir þættir vonir um að ný umræðuhefð gæti skotið rótum hér á landi á næstu árum ef að henni er hlúð. Happ þjóðarinnarNú þegar Harpa, tónlistarhús í austurhluta Reykjavíkurhafnar, er að hefja starfsemi, verður manni óneitanlega hugsað til þess hvað við Íslendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við erlenda tónlistamenn fyrr og síðar og hvað þeir hafa auðgað íslenskt menningarlíf. Vladimir Ashkenazy er auðvitað eitt af óskabörnum þjóðarinna, þó að hann hafi fæðst í öðru landi. Þessi magnaði listamaður varð á sínum tíma hrifinn af hugmynd fyrsta forstjóra Norræna hússins, Ivars Eskelend, sem vildi koma á norrænni listahátíð hér á landi. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri tók vel í þá hugmynd og fylgdi henni eftir. Ashkenazy vildi taka þátt í slíkri hátíð og hafði samband við vini sína, sem voru til í að koma. Þannig varð þetta alþjóðleg hátíð. Listahátíð í Reykjavík. Og nú er Ashkenazy að fara stjórna opnunartónleikum í Hörpu, enda á hann stóran þátt í að þetta ævintýri er að verða að veruleika. Á stríðsárunum komu hingað framúrskarandi listamenn eins og Franz Mixa, Karl Heller, Hans Stepanek og dr. Victor Urbancic. Það munaði meira en lítið um þessa menn. Tónlistarskóli í Reykjavík var stofnaður fyrir forgöngu Páls Ísólfssonar og Franz Mixa. Sjálf man ég vel eftir dr. Urbacic í þykkum frakka með skjalatösku í hendi á leið í strætó á Langholtsveginum dag hvern, þegar ég var krakki. Og þótti skrýtið að sjá hann uppáklæddan með tónsprotann í hendinni í Þjóðleikhúsinu þegar ég fór þangað. Í dag eru aðstæður allt aðrar á Íslandi, tónlistalíf öflugt og fjölbreytt, og sem betur fer flytja ennþá útlendingar til landsins. Þar á meðal hæfileikaríkir listamenn. Og mikið er maður þakklátur fyrir það. Síðastliðið sunnudagskvöld sat ég í góðum félagsskap í troðfullum sal Iðnó og naut þess að hlusta og horfa á Charlotte Böving sem er dásamlegur listamaður, með fallega og sérstaka söngrödd. Dagskráin heitir: Þetta er lífið ...og om lidt er kaffen klar, hending úr þekktu lagi eftir Benny Andersen. Ég held að allir hafi farið glaðir og upptendraðir út. Þetta er lífið, stóð undir nafni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun