Körfubolti

Draftsite.com: Spáir því að Helena verði valin inn í WNBA-deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir í leik með TCU.
Helena Sverrisdóttir í leik með TCU. Mynd/AP
Vefsíðan Draftsite.com spáir því að Helena Sverrisdóttir verði valin í nýliðavali WNBA deildarinnar sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Samkvæmt spá síðunnar, sem er ekki tengd kvennadeild NBA né öðrum landssamtökum í íþróttum innan Bandaríkjanna, þá mun Seattle Storm velja Helenu í þriðju umferð. Karfan.is sagði fyrst frá þessu.

Helena yrði valin númer 36 og væri síðust inn en hún hefur ekki verið inn á þessum lista í vetur. Helena endaði háskólaferlinn sinn með TCU með því að ná þrefaldri tvennu í síðasta leiknum en hún var með 15,7 stig, 5,8 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Það væri ekki slæmt hjá Helenu að komast að hjá Seattle Storm sem er núverandi WNBA-meistari. Einn af aðstoðarþjálfurum liðsins hefur kynni að Íslandi því Jenny Boucek varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 1998.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×