Adebayor með tvö í 4-0 sigri Real Madrid á tíu mönnum Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira