Harma að taflborðið hafi verið selt úr landi 4. apríl 2011 21:46 Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna Skáksamband Íslands harmar að einstakir munir úr einvígi aldarinnar 1972 gangi kaupum og sölum og séu jafnvel seldir úr landi, segir í tilkynningu frá sambandinu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna en hann fékk það að gjöf frá sambandinu í nóvember árið 1972. Í samtali við Stöð 2 sagði Guðmundur að hann hafi ákveðið að bjóða borðið upp vegna fjárhagsvandræða og vonaðist til að fá tvær til þrjár milljónir fyrir það. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir: „Að mati Skáksambandsins er hér um að ræða þjóðargersemar sem eiga að tilheyra íslensku þjóðinni og ættu að vera í varðveislu hjá til þess bærum aðila eins og t.d. Þjóðminjasafninu." Þá hvetur Skáksambandið þá aðila sem hafa undir höndum „verðmæta muni úr einvíginu að hafa samband við Skáksambandið og/eða Þjóðminjasafnið til að hægt sé að skrá og kortleggja hvar viðkomandi munir séu niður komnir." „Vegna fyrirspurna um einvígisborð það sem selt var á uppboði hjá Philipp Weiss um helgina, og notað var í þriðju skák einvígisins, er það bókað í fundargerð á stjórnarfundi Skáksambandsins haustið 1972 að Guðmundur G. Þórarinsson fengi borðið að gjöf. Það sama haust er einnig bókað í fundargerð að allir stjórnarmenn fái einnig árituð borð af Fischer og Spassky,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58 Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Skáksamband Íslands harmar að einstakir munir úr einvígi aldarinnar 1972 gangi kaupum og sölum og séu jafnvel seldir úr landi, segir í tilkynningu frá sambandinu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna en hann fékk það að gjöf frá sambandinu í nóvember árið 1972. Í samtali við Stöð 2 sagði Guðmundur að hann hafi ákveðið að bjóða borðið upp vegna fjárhagsvandræða og vonaðist til að fá tvær til þrjár milljónir fyrir það. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir: „Að mati Skáksambandsins er hér um að ræða þjóðargersemar sem eiga að tilheyra íslensku þjóðinni og ættu að vera í varðveislu hjá til þess bærum aðila eins og t.d. Þjóðminjasafninu." Þá hvetur Skáksambandið þá aðila sem hafa undir höndum „verðmæta muni úr einvíginu að hafa samband við Skáksambandið og/eða Þjóðminjasafnið til að hægt sé að skrá og kortleggja hvar viðkomandi munir séu niður komnir." „Vegna fyrirspurna um einvígisborð það sem selt var á uppboði hjá Philipp Weiss um helgina, og notað var í þriðju skák einvígisins, er það bókað í fundargerð á stjórnarfundi Skáksambandsins haustið 1972 að Guðmundur G. Þórarinsson fengi borðið að gjöf. Það sama haust er einnig bókað í fundargerð að allir stjórnarmenn fái einnig árituð borð af Fischer og Spassky,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58 Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58
Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01