Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.
Tryggvi Þór bendir á að samanlagðar skuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur séu um 1.350 milljarðar króna. Endurfjármagna þurfi hluta þessara skulda og stofna til nýrra vegna nýrra framkvæmda.
Verði Icesave hafnað og lánshæfismatseinkunn ríkisins fari í ruslflokk, eins og matsfyrirtækið Moody's hefur gefið til kynna, er "líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum," segir Tryggvi Þór í grein sinni.
Hann miðar þar við að vextir verði um 2 til 3,2 prósentum hærri fari skuldirnar í ruslflokk. Þennan kost ber Tryggvi saman við líklegan kostnað af því að samþykkja Icesave, sem hann gerir ráð fyrir að verði 47 milljarðar króna. "Þetta er hið ískalda hagsmunamat," segir Tryggvi Þór. - gb
Nei við Icesave kostar tugi milljarða

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent



Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent