Handbolti

Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.
"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram. Mynd/Vilhelm
"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.

"Vendipunkturinn var þegar Reynir tók leikhlé í fyrri, hann fór yfir stöðuna og leiðbeindi okkur. Svo kemur annar vendipunktur þegar þeir missa tvo klaufalega útaf þá gefum við í. Núna eru bæði liðin með bakið upp við vegg, svona er úrslitakeppnin og ég held að við vitum núna hvað þarf til að vinna þá," sagði Jóhann.

"Þetta var frábært, loksins vöknuðum við. Við vorum búnir að vera eitthvað hálf sofandi en loksins vöknuðum við," sagði Magnús Erlendsson, markmaður Fram. " Ég náði að verja nokkra bolta og við það fór sóknarleikurinn okkar í gang, ég skuldaði strákunum stóran leik eftir slakan síðasta leik."

"Núna er bara hreinn úrslitaleikur eftir, þessi leikur var frábær skemmtun og leikurinn á mánudaginn verður eflaust líka frábær skemmtun. Ég vona að Framarar, FH-ingar og fleiri fylli húsið og við fáum brjálaða stemmingu," sagði Magnús




Fleiri fréttir

Sjá meira


×