Bætt þjónusta - minni útgjöld Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 15. apríl 2011 10:12 Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma. Sú leið er að taka upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, eins og gefið hefur góða raun víða á Vesturlöndum. Hér á landi hefur um áraraðir verið sú meginregla við lýði að framvísa þarf tilvísun frá lækni við komu til sjúkraþjálfara. Í löndum sem tekið hafa upp milliliðalaust samband skjólstæðings og sjúkraþjálfara, styðja rannsóknir að náðst hefur fram sparnaður. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að fjöldi sjúkraþjálfunartíma var mun færri hjá þeim sem komu beint til sjúkraþjálfara en hjá þeim sem komu með beiðni (7,6 á móti 12,2). Beint aðgengi að sjúkraþjálfun þekkist víða. Þar fer Ástralía fremst í flokki en þetta fyrirkomulag hefur tíðkast þar í meira en aldarfjórðung. Bretlandseyjar að hluta og flest ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp beint aðgengi að sjúkraþjálfun, sem og Hollendingar, svo fáein dæmi séu nefnd. Niðurstöður rannsókna á beinu aðgengi að sjúkraþjálfun benda ekki aðeins til fjárhagslegrar hagkvæmni heldur batnaði jafnframt þjónustan. Skjólstæðingar fengu fyrr úrlausn sinna mála og þurftu því styttri meðferð. Beint aðgengi að sjúkraþjálfun hérlendis þýddi milliliðalausa þjónustu með minni kostnaði fyrir skjólstæðinginn. Hann þyrfti ekki að verja fjármunum og tíma í heimsókn á heilsugæsluna eða til sérfræðilæknis, sem myndi létta á álagi þar og draga úr kostnaði ríkisins. Samfélagslegur ábati fengist jafnframt með minni fjarveru frá vinnu. Lítið dæmi sýnir að við gætum verið að tala um verulegar fjárhæðir í ljósi þess að um 35 þúsund manns notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara árlega. Ef helmingur þeirra, sem koma í 25 meðferðir eða færri, sparar sér eina læknisheimsókn vegna tilvísunar, sparast tæplega 16 þúsund læknisheimsóknir. Sparnaður heimila og ríkis hleypur á tugum milljóna, og er þó varlega áætlað. Nú kynni einhver að spyrja: Er beint aðgengi að sjúkraþjálfun hættulegt heilsu og öryggi fólks? Reynslan erlendis frá bendir til að slíkar áhyggjur séu óþarfar. Bandarísk tryggingafélög lýstu því yfir, að lögsóknum vegna meðferða fjölgaði ekki þar sem beint aðgengi hafði verið lögleitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að fagleg ábyrgð sjúkraþjálfara er mikil. Þeir vísi sínum skjólstæðingum til læknis eða beri málefni þeirra undir lækni sé þess þörf. Í dag er samráð við lækna bundið í lög. Á meðan svo er eru sjúkraþjálfarar ekki fullkomlega faglega sjálfstæðir, ólíkt því sem gildir til dæmis um hjúkrunarfræðinga og ljósmæður. Samskipti lækna og sjúkraþjálfara hafa aftur á móti almennt verið mjög góð og gagnkvæm virðing er mikil. Góð samvinna er og verður ávallt mjög mikilvæg. Þegar öllu er á botninn hvolft er það umhyggjan fyrir skjólstæðingum okkar sem skiptir öllu máli. Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari M.Sc.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun