Grískir vextir standa í ljósum logum 14. apríl 2011 15:16 Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Þar segir að vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafi hækkað um tæpt prósentustig í dag og standi í tæpum 18%. Það er 16 prósentustigum hærra en þýsku viðmiðunarvextirnir eru. Vextir á bréfum til þriggja ára hafa hækkað álíka og eru komnir í rúm 19% sem er 17 prósentustigum hærra en þýsku vextirnir. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að vextirnir séu orðnir það háir og fjárhagur Grikklands það slæmur að ekki verði komist hjá þjóðargjaldþroti landsins. „Þetta er bara orðin spurning um hvenær en ekki hvort Grikkir lýsa yfir þjóðargjaldþroti,“ segir Graven sem bætir því við að björgunarpakki frá ESB upp á 110 milljarða evra hafi ekki bjargað landinu. Hann hafi aðeins verið björgunarkútur sem loftið er að leka úr. Þá hækkuðu vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tíu ára í yfir 13% í dag en það er í fyrsta sinn síðan 1998 sem slíkt gerist. Mikill orðrómur hefur gengið um fjármálamarkaði í dag um væntanlegt þjóðargjaldþrot Grikkja. Sá orðrómur hófst í kjölfar þess að Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands lét hafa það eftir sér að Grikkir ættu að sækja um endurskipulagningu á skuldum sínum. Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Sjá meira
Efnahagur Grikklands er kominn fram á bjargbrúnina. Fjármálamarkaðir eru að undirbúa sig undir þjóðargjaldþrot landsins. Vextir á grískum ríkiskuldabréfum til styttri tíma standa í ljósum logum. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Þar segir að vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára hafi hækkað um tæpt prósentustig í dag og standi í tæpum 18%. Það er 16 prósentustigum hærra en þýsku viðmiðunarvextirnir eru. Vextir á bréfum til þriggja ára hafa hækkað álíka og eru komnir í rúm 19% sem er 17 prósentustigum hærra en þýsku vextirnir. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að vextirnir séu orðnir það háir og fjárhagur Grikklands það slæmur að ekki verði komist hjá þjóðargjaldþroti landsins. „Þetta er bara orðin spurning um hvenær en ekki hvort Grikkir lýsa yfir þjóðargjaldþroti,“ segir Graven sem bætir því við að björgunarpakki frá ESB upp á 110 milljarða evra hafi ekki bjargað landinu. Hann hafi aðeins verið björgunarkútur sem loftið er að leka úr. Þá hækkuðu vextir á grískum ríkisskuldabréfum til tíu ára í yfir 13% í dag en það er í fyrsta sinn síðan 1998 sem slíkt gerist. Mikill orðrómur hefur gengið um fjármálamarkaði í dag um væntanlegt þjóðargjaldþrot Grikkja. Sá orðrómur hófst í kjölfar þess að Wolfgang Schaeuble fjármálaráðherra Þýskalands lét hafa það eftir sér að Grikkir ættu að sækja um endurskipulagningu á skuldum sínum.
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Sjá meira