Meistaradeildarævintýri Tottenham á enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2011 17:54 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Real Madrid vann í kvöld 1-0 sigur á Tottenham og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann samanlagðan 5-0 sigur en Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í kvöld, þökk sé skelfilegra mistaka Huerelho Gomes í marki heimamanna. Það var vitað fyrir leikinn að verkefni Tottenham væri erfitt enda þurfti liðið að vinna upp fjögurra marka forystu Madrídinga eftir fyrri leikinn. Tottenham byrjaði leikinn af krafti og sótti stíft fyrstu mínúturnar. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu í þrígang í upphafi leiksins en fengu ekki, þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þeir höfðu mismikið til síns máls, en ítalskur dómari leiksins hefði sannarlega getað dæmt víti þegar Xabi Alonso virtist brjóta á Luka Modric. Hinn öflugi Gareth Bale náði svo að koma boltanum í netið um miðbik hálfleiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu. En eftir þetta fór að fjara undan leikmönnum Tottenham og gestirnir frá Madríd komu sér betur inn í leikinn. Eftir því sem lengur leið á fyrri hálfleikinn var ljóst að lærisveinar Jose Mourinho ætluðu að gefa fá færi á sér í leiknum. Kjaftshöggið kom svo í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldo átti nokkuð fast skot að marki en beint á Gomes í marki Tottenham. Markvörðurinn brasilíski var í boltanum en missti hann yfir sig og aftur fyrir marklínuna. Roman Pavlyuchenko fékk ágæt færi í báðum hálfleikjum en náði ekki skora og Jermaine Defoe átti ágæta innkomu í seinni hálfleik og náði að ógna marki gestanna í tvígang undir lokin. Allt kom fyrir ekki og Madríd fagnaði þægilegum sigri. Real Madrid mætir nú erkifjendum sínum frá Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Madríd eftir tvær vikur. Tottenham er úr leik eftir eftirminnilegt tímabil í Meistaradeildinni og getur nú einbeitt sér að baráttunni um efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni, til að koma sér aftur í keppni þá bestu á næsta tímabili.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira