Ancelotti: Þurfum að bíða eftir Torres Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 22:38 Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt. „Við stóðum okkur ekki illa en þegar báðir leikirnir eru skoðaðir átti United skilið að fara áfram,“ sagði Ancelotti sem þykir nú ansi valtur í sessi enda langþráður draumur Roman Abramovich, eiganda Chelsea, að vinna Meistaradeildina. Chelsea byrjaði betur en það var United sem komst yfir með marki Javier Hernandez í lok fyrri hálfleiks. Didier Drogba byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Fernando Torres í hálfleik. Drogba jafnaði metin á 77. mínútu en Ji-Sung Park tryggði United sigur með marki á sömu mínútu. „Leikurinn var í jafnvægi allt til loka þó svo að við hefðum verið með tíu leikmenn inn á vellinum þegar honum lauk,“ sagði Ancelotti en Ramires fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum með góða stjórn á leiknum fyrstu 25 mínúturnar en náðum ekki að skora. Við fengum þó tækifæri til þess. Svo náðu þeir að skora sem gerði þetta erfiðara fyrir okkur.“ „Drogba átti frábæran síðari hálfleik og sýndi mikinn styrk og hæfni þegar hann skoraði markið. Við náðum að koma til baka manni færri en það reyndist ekki nóg.“ Hann vildi ekki gagnrýna Fernando Torres sem hefur nú ekki skorað í ellefu leikjum með Chelsea - eða síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar. „Við verðum að halda í trúna og bíða og sjá hvort að hann muni bæta sig.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Carlo Ancelotti segir að Manchester United hafi átt skilið að fara áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en United vann í kvöld 2-1 sigur á Chelsea í fjórðungsúrslitum keppninnar og 3-1 samanlagt. „Við stóðum okkur ekki illa en þegar báðir leikirnir eru skoðaðir átti United skilið að fara áfram,“ sagði Ancelotti sem þykir nú ansi valtur í sessi enda langþráður draumur Roman Abramovich, eiganda Chelsea, að vinna Meistaradeildina. Chelsea byrjaði betur en það var United sem komst yfir með marki Javier Hernandez í lok fyrri hálfleiks. Didier Drogba byrjaði á bekknum en kom inn á fyrir Fernando Torres í hálfleik. Drogba jafnaði metin á 77. mínútu en Ji-Sung Park tryggði United sigur með marki á sömu mínútu. „Leikurinn var í jafnvægi allt til loka þó svo að við hefðum verið með tíu leikmenn inn á vellinum þegar honum lauk,“ sagði Ancelotti en Ramires fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. „Við vorum með góða stjórn á leiknum fyrstu 25 mínúturnar en náðum ekki að skora. Við fengum þó tækifæri til þess. Svo náðu þeir að skora sem gerði þetta erfiðara fyrir okkur.“ „Drogba átti frábæran síðari hálfleik og sýndi mikinn styrk og hæfni þegar hann skoraði markið. Við náðum að koma til baka manni færri en það reyndist ekki nóg.“ Hann vildi ekki gagnrýna Fernando Torres sem hefur nú ekki skorað í ellefu leikjum með Chelsea - eða síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í janúar. „Við verðum að halda í trúna og bíða og sjá hvort að hann muni bæta sig.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira