Körfubolti

Peter Öqvist var á leikmannaveiðum á Íslandi í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Öqvist fékk Hlynur Bæringsson til að koma í Sundsvall.
Peter Öqvist fékk Hlynur Bæringsson til að koma í Sundsvall. Mynd/Valli
Peter Öqvist, nýráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í körfubolta, þekkir ágætlega til íslenskra leikmanna og mætti til Íslands fyrir ári síðan til þess að finna leikmenn fyrir Sundsvall-liðið. Peter samdi á endanum við Hlyn Bæringsson en honum leyst vel á aðra leikmenn líka.

„Það hafði ákveðin áhrif að Peter hafði ákveðna innsýn í íslenskan körfubolta. Hann kom til Íslands í fyrra og var hér á leikmannaveiðum. Hann kom hingað meðal annars til þess að skoða Hlyn og aðra leikmenn., Hann sá hér fullt af leikmönnum sem honum leyst mjög vel á," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ.

„Hann horfði á nokkra leiki í úrslitakeppninni í fyrra það er vorið 2010. Hann sást sniglast í Stykkishólmi, út í KR-heimili og inn í Keflavík," segir Friðrik Ingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×