Íslenski boltinn

Ameobi skoraði en BÍ/Bolungarvík tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ameobi er hér til hægri á myndinni, í leik með Leeds gegn Portsmouth árið 2007.
Ameobi er hér til hægri á myndinni, í leik með Leeds gegn Portsmouth árið 2007.
ÍR byrjar vel í 1. deildinni í knattspyrnu en liðið sótti þrjú stig til Ísafjarðar þar sem það vann 2-1 sigur á BÍ/Bolungarvík.

Brynjar Benediktsson kom ÍR-ingum yfir en Tomi Ameobi, nýr leikmaður BÍ/Bolungarvíkur, jafnaði metin fyrir heimamenn.

Axel Kári Vignisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en hún þótti umdeild.

Upplýsingar fengnar frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×