Ferguson: Snýst ekki um hefnd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2011 18:52 Sir Alex Ferguson ræðir við blaðamenn í dag. Nordic Photos / Getty Images Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009. United mætir Barca í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum annað kvöld. Þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum árið 2009 og þá höfðu Börsungar betur, 2-0. Ferguson segir að hann hafi lært mikið af þeim leik, sem og leikmenn United en þeir náðu sér fæstir á strik í áðurnefndum úrslitaleik. Samt sem áður segir Ferguson að leikurinn á morgun snúist ekki um að hefna þeirra ófarra. „Það var okkur vonbrigði að tapa leiknum en fyrir okkur snýst þetta ekki um hefnd - heldur okkar eigið stolt,“ sagði Ferguson í dag. Hann segir að leikmenn hafi lært mikið af leiknum og að það gæti reynst dýrmætt í þetta skiptið. Reynslan hafi margoft sýnt sig á núverandi tímabili í Meistaradeildinni. „Við erum með leikmenn í okkar röðum sem finnst gaman að spila í svona stórum leikjum. Rooney er mun þroskaðri í dag en hann var fyrir tveimur árum og hið sama á við um fleiri leikmenn.“ „Reynsla Rio Ferdinand og Nemanja Vidic er liðinu einnig lífsnauðsynleg. Við höfum staðið okkur vel í Meistaradeildinni á tímabilinu og það þýðir að við eigum góðan möguleika í leiknum á morgun.“ „Vissulega er Barcelona með frábært lið og hæfileikaríka leikmenn. En við munum líka sýna hvað í okkur býr. Þetta gæti því orðið frábær leikur.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009. United mætir Barca í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum annað kvöld. Þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum árið 2009 og þá höfðu Börsungar betur, 2-0. Ferguson segir að hann hafi lært mikið af þeim leik, sem og leikmenn United en þeir náðu sér fæstir á strik í áðurnefndum úrslitaleik. Samt sem áður segir Ferguson að leikurinn á morgun snúist ekki um að hefna þeirra ófarra. „Það var okkur vonbrigði að tapa leiknum en fyrir okkur snýst þetta ekki um hefnd - heldur okkar eigið stolt,“ sagði Ferguson í dag. Hann segir að leikmenn hafi lært mikið af leiknum og að það gæti reynst dýrmætt í þetta skiptið. Reynslan hafi margoft sýnt sig á núverandi tímabili í Meistaradeildinni. „Við erum með leikmenn í okkar röðum sem finnst gaman að spila í svona stórum leikjum. Rooney er mun þroskaðri í dag en hann var fyrir tveimur árum og hið sama á við um fleiri leikmenn.“ „Reynsla Rio Ferdinand og Nemanja Vidic er liðinu einnig lífsnauðsynleg. Við höfum staðið okkur vel í Meistaradeildinni á tímabilinu og það þýðir að við eigum góðan möguleika í leiknum á morgun.“ „Vissulega er Barcelona með frábært lið og hæfileikaríka leikmenn. En við munum líka sýna hvað í okkur býr. Þetta gæti því orðið frábær leikur.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Sjá meira