Liverpool borgaði mest fyrir stigin sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2011 14:45 Kenny Dalglish þjálfari Liverpool með þeim Andy Carroll og Luis Suarez. Mynd/Getty Images Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman. Töfluna með liðunum tuttugu má sjá hér. Við útreikningana voru heildarlaun keppnisliðanna tímabilið 2009-2010 skoðuð en þar er miðað við laun til allra sem koma að keppnisliði félagsins; leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn. Laun sem félögin sjálf greiða til starfsmanna félagsins í skrifstofustörfum og svipuðum shlutverkum voru ekki talin með. Laun liðanna sem spiluðu í Championship deildinni þ.e. Blackpool, Newcastle og West Brom voru umreiknuð miðað við að um úrvalsdeildarlið væri að ræða. Þá voru laun allra liðanna tuttugu umreiknuð með tilliti til verðbólgu frá tímabilinu 2009-2010 til nýlokins tímabils. Að lokum var deilt með stigafjölda hvers liðs í lok tímabilsins. Ýmislegt vekur athygli þegar taflan er skoðuð. Árangur Avram Grant með West Ham liðið lítur enn verr út enda greiddi liðið aðeins skör lægra fyrir hvert stig sitt og Englandsmeistararnir frá Manchester. Margir hefðu eflaust reiknað með lærisveinum Arsene Wenger ofar í töflunni enda hefur hagfræðingurinn franski löngum verið talinn afar skynsamur þegar kemur að peningum. Engum ætti þó að koma á óvart að Chelsea og Man City verma botnsætin ásamt Liverpool. Hvernig árangri ætli Ian Holloway, Mick McCarthy og Roy Hodgson gætu náð með félög í eigu moldríkra viðskiptamanna? Í tilfelli Hodgson má segja að hann hafi klúðrað sínu tækifæri fyrr í vetur en áhugavert væri að sjá hvort menn á borð við Holloway og McCarthy gætu gert jafn góða hluti með stjörnum prýdd lið líkt og þeir hafa gert með óskrifuðu blöð sín, Blackpool og Wolves. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman. Töfluna með liðunum tuttugu má sjá hér. Við útreikningana voru heildarlaun keppnisliðanna tímabilið 2009-2010 skoðuð en þar er miðað við laun til allra sem koma að keppnisliði félagsins; leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn. Laun sem félögin sjálf greiða til starfsmanna félagsins í skrifstofustörfum og svipuðum shlutverkum voru ekki talin með. Laun liðanna sem spiluðu í Championship deildinni þ.e. Blackpool, Newcastle og West Brom voru umreiknuð miðað við að um úrvalsdeildarlið væri að ræða. Þá voru laun allra liðanna tuttugu umreiknuð með tilliti til verðbólgu frá tímabilinu 2009-2010 til nýlokins tímabils. Að lokum var deilt með stigafjölda hvers liðs í lok tímabilsins. Ýmislegt vekur athygli þegar taflan er skoðuð. Árangur Avram Grant með West Ham liðið lítur enn verr út enda greiddi liðið aðeins skör lægra fyrir hvert stig sitt og Englandsmeistararnir frá Manchester. Margir hefðu eflaust reiknað með lærisveinum Arsene Wenger ofar í töflunni enda hefur hagfræðingurinn franski löngum verið talinn afar skynsamur þegar kemur að peningum. Engum ætti þó að koma á óvart að Chelsea og Man City verma botnsætin ásamt Liverpool. Hvernig árangri ætli Ian Holloway, Mick McCarthy og Roy Hodgson gætu náð með félög í eigu moldríkra viðskiptamanna? Í tilfelli Hodgson má segja að hann hafi klúðrað sínu tækifæri fyrr í vetur en áhugavert væri að sjá hvort menn á borð við Holloway og McCarthy gætu gert jafn góða hluti með stjörnum prýdd lið líkt og þeir hafa gert með óskrifuðu blöð sín, Blackpool og Wolves.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn