Enski boltinn

Ancelotti ætlar að læra af öðrum þjálfurum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carlo Ancelotti er ávallt snyrtilega til hafður.
Carlo Ancelotti er ávallt snyrtilega til hafður. Mynd/Getty Images
Carlo Ancelotti fyrrverandi þjálfari Chelsea ætlar að taka sér ársleyfi frá þjálfarastörfum. Hann ætlar að nota tímann til þess að heimsækja aðra knattspyrnuþjálfara.

„Fyrir utan sex mánaða hlé hef ég þjálfað stanslaust frá 1995. Ég ætla að taka mér ársleyfi og líta í kringum mig. Fylgjast með kollegum mínum að störfum, sagði Ancelotti við ítalska fjölmiðla."

Ancelotti hefur verið orðaður við ýmis lið að undanförnu, nú síðast A.S. Roma. Allt lítur út fyrir að Luis Enrique verði næsti þjálfari ítalska liðsins.

„Ekkert enskt félagslið hefur haft samband við mig og ég hef ekki rætt við Roma. Það er bara ímyndun."

Ancelotti vann tvennuna með Chelsea á sínu fyrsta ári í starfi en var látinn fara í lok nýafstaðinnar leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×