Ótrúlegur nítján marka sigur á Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2011 15:12 Mynd/Valli Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með leiknum á Vísi og viðtöl eru handan við hornið.Leik lokið: Ísland - Úkraína 37-18 Stórsigur Íslands staðreynd 37-18. Þvík frammistaða, vafalítið sú besta sem kvennalandsliðið hefur sýnt. Völtuðu yfir stöllur sínar frá Úkraínu.17.55: Lokatölur. 37 -18. Þvílík frammistaða hjá íslenska liðinu.17.49: 34-17 og fimm mínútur eftir. Munurinn eykst jafnt og þétt. Mjög jákvætt.17.45: Sautján marka munur, 33-16. Karen Knútsdóttir með glæsilegt skot og Ásta með mark úr hröðu upphlaupi. Úkraínsku stelpurnar í bullandi veseni í sóknini enda vörnin íslenska ógurleg.17.42: 30-15 þegar tíu mínútur eru eftir. Hver haldiði að hafi skorað fyrir Úkraínu? Komin með tólf mörk. Rakel Dögg komin með sjö mörk fyrir Ísland.17.39: 28-14. Ásta Gunnarsdóttir stal boltanum og skoraði úr hraðupphlaupi en stórskyttan úkraínska svaraði. En viti menn, Hrafnhildur kemur okkur í 28-14. 17.32: Leikurinn stöðvaður vegna meiðsla Stellu Sigurðardóttur. Nítján mínútur til leiksloka og þrettán marka forskot 26-13. Ísland með boltann.17.30: 25-13 og Ísland með boltann. Rakel Dögg með tvö mörk í röð fyrir Ísland.17.27: 23-11. Pidpalova er komin aftur inná og komin í níu mörk. Hlýtur að vera eitthvað tæp fyrst hún var tekin út af í fyrri hálfleik.17.22: 20-10 þegar 5 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Fín byrjun á síðari hálfleik.17.19: Síðari hálfleikurinn hafinn og Ísland sækir.HálfleikurÓtrúlegum fyrri hálfleik lokið og Ísland með tíu marka forskot 18-8. Sóknarleikurinn hefur verið glimrandi, boltinn gengið hratt á milli og stelpurnar áræðnar í aðgerðum sínum. Tvær brottvísanir seint í hálfleiknum gerðu þeim aðeins erfitt fyrir í sókninni en ekki í vörninni. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig síðustu 15 mínúturnar í hálfleiknum. Guðrún Jenný Ásmundsdóttir hefur farið á kostum í markinu og varið fjórtán skot, sum með miklum tilþrifum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er markahæst með sjö mörk og Rakel Dögg Bragadóttir kemur næst með þrjú. Það eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið að mikill pirringur virðist vera hjá úkraínska liðinu. Stórskyttan Pidpalova hefur setið á bekknum í langan tíma sem er óskiljanlegt í ljósi þess að hún hefur skorað sex af átta mörkum liðsins. Við vonum að íslensku stelpurnar haldi uppteknum hætti í síðari hálfleik því eins og staðan er núna eiga þær úkraínsku engin svör.17.08. 18-8. Anna Úrsúla, hver önnur skorar af línunni 10 sekúndum fyrir hálfleik.17.06: 17-8 og hálf mínúta eftir þegar Ágúst Jóhannsson tekur leikhlé. Nú á væntanlega að stilla upp fyrir eitt lokaskot.17.00: 17-8. Lítið að gerast í sóknarleiknum hjá Íslandi og höndin komin upp. Þá stilla þær upp fyrir Önnu Úrsúlu sem límir boltann í hornið. Anna komin með sex mörk. Þvílík frammistaða hjá Íslandi í fyrri hálfleik!16.58: 16-7. Það mætti halda að Ísland hefði tekið leikhlé í stöðunni 11-7. Stelpurnar manni færri eftir að Stella var rekin út af í 2 mínútur. Fyrsta brottvísunin í leiknum. 16.54: Íslensku stelpurnar að valta yfir þær úkraínsku. Staðan er 14-7 og markaskorun að dreifast vel. Úkraínska stórskyttan er komin á bekkinn eftir að Jenný varði frá henni tvisvar í röð. 16.49: Karen Knútsdóttir kemur Íslandi í 11-7 eftir fallega sókn og úkraínski þjálfarinn tekur leikhlé. Flott byrjun hjá íslenska liðinu. Eru með frábæra skotnýtingu það sem af er leik og Jenný verið sjóðheit í markinu. Nú þurfa þær að ganga betur út í Pidpalovu í vörninni. Gott flæði hjá Ágústi þjálfara á leikmönnum. Karen Knúts leysir Rakel Dögg af í sókninni sem stendur og gerir það vel.16.46: 10-6 fyrir Ísland. Sóknarleikur úkraínska liðsins gengur út á að stilla upp fyrir vinstri skyttuna Pidpalovu. Hún er komin með 5 af sex mörkum Úkraínu, 16.44: 7-4 fyrir Ísland. Brynja Magnúsdóttir var að brenna af víti en í kjölfarið dæmdur ruðningur á Úkraínu. Anna Úrsúla komin með þrjú mörk.16.38: 5-3 fyrir Ísland. Rakel Dögg og Hrafnhildur komnar á blað. Íslenska liðið spilar 6-0 vörn sem er að ganga ágætlega. Jenný komin með 7 skot á fyrstu átta mínútunum.16.33: Ísland komið í 3-1. Tvö mörk í röð frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Vörnin að spila vel og Jenný heit í markinu. Meira svona. 16.31: Ísland komið 1-0 yfir eftir hraðupphlaupsmark Þóreyjar Rósu. Jenný fer á kostum í markinu. Hefur varið fjögur skot. 16.30: Leikurinn hefst og það er úkraínska liðið sem byrjar með boltann.16.28: Þá er búið að spila þjóðsöngvanna og allt til reiðu fyrir leikinn.16.25: Áhorfendur mættu vera fleiri hér í Vodafone-höllinni. Markmið HSÍ var að fá 2000 manns á völlinn en eins og staðan er núna virðist það mjög fjarlægt markmið. Reyndar eru Íslendingar þekktir fyrir allt annað en stundvísi og vonandi rætist úr.16.15: Nú er stundarfjórðungur í að leikur Íslands og Úkraínu hefjist hér í Vodafone-höllinni. Leikmenn beggja liða á fullu í upphitun sem og dómararnir sem koma frá Serbíu. Dómararnir, þær Maric Branka og Masic Zorica, skarta vel aflituðu hári í stíl við Einar Jónsson aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira
Ísland er komið með annan fótinn í úrslitakeppni HM í Brasilíu eftir glæsilegan sigur á Úkraínu, 37-18, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í keppninni. Fylgst var með leiknum á Vísi og viðtöl eru handan við hornið.Leik lokið: Ísland - Úkraína 37-18 Stórsigur Íslands staðreynd 37-18. Þvík frammistaða, vafalítið sú besta sem kvennalandsliðið hefur sýnt. Völtuðu yfir stöllur sínar frá Úkraínu.17.55: Lokatölur. 37 -18. Þvílík frammistaða hjá íslenska liðinu.17.49: 34-17 og fimm mínútur eftir. Munurinn eykst jafnt og þétt. Mjög jákvætt.17.45: Sautján marka munur, 33-16. Karen Knútsdóttir með glæsilegt skot og Ásta með mark úr hröðu upphlaupi. Úkraínsku stelpurnar í bullandi veseni í sóknini enda vörnin íslenska ógurleg.17.42: 30-15 þegar tíu mínútur eru eftir. Hver haldiði að hafi skorað fyrir Úkraínu? Komin með tólf mörk. Rakel Dögg komin með sjö mörk fyrir Ísland.17.39: 28-14. Ásta Gunnarsdóttir stal boltanum og skoraði úr hraðupphlaupi en stórskyttan úkraínska svaraði. En viti menn, Hrafnhildur kemur okkur í 28-14. 17.32: Leikurinn stöðvaður vegna meiðsla Stellu Sigurðardóttur. Nítján mínútur til leiksloka og þrettán marka forskot 26-13. Ísland með boltann.17.30: 25-13 og Ísland með boltann. Rakel Dögg með tvö mörk í röð fyrir Ísland.17.27: 23-11. Pidpalova er komin aftur inná og komin í níu mörk. Hlýtur að vera eitthvað tæp fyrst hún var tekin út af í fyrri hálfleik.17.22: 20-10 þegar 5 mínútur eru liðnar af seinni hálfleik. Fín byrjun á síðari hálfleik.17.19: Síðari hálfleikurinn hafinn og Ísland sækir.HálfleikurÓtrúlegum fyrri hálfleik lokið og Ísland með tíu marka forskot 18-8. Sóknarleikurinn hefur verið glimrandi, boltinn gengið hratt á milli og stelpurnar áræðnar í aðgerðum sínum. Tvær brottvísanir seint í hálfleiknum gerðu þeim aðeins erfitt fyrir í sókninni en ekki í vörninni. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig síðustu 15 mínúturnar í hálfleiknum. Guðrún Jenný Ásmundsdóttir hefur farið á kostum í markinu og varið fjórtán skot, sum með miklum tilþrifum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er markahæst með sjö mörk og Rakel Dögg Bragadóttir kemur næst með þrjú. Það eru jákvæðar fréttir fyrir íslenska liðið að mikill pirringur virðist vera hjá úkraínska liðinu. Stórskyttan Pidpalova hefur setið á bekknum í langan tíma sem er óskiljanlegt í ljósi þess að hún hefur skorað sex af átta mörkum liðsins. Við vonum að íslensku stelpurnar haldi uppteknum hætti í síðari hálfleik því eins og staðan er núna eiga þær úkraínsku engin svör.17.08. 18-8. Anna Úrsúla, hver önnur skorar af línunni 10 sekúndum fyrir hálfleik.17.06: 17-8 og hálf mínúta eftir þegar Ágúst Jóhannsson tekur leikhlé. Nú á væntanlega að stilla upp fyrir eitt lokaskot.17.00: 17-8. Lítið að gerast í sóknarleiknum hjá Íslandi og höndin komin upp. Þá stilla þær upp fyrir Önnu Úrsúlu sem límir boltann í hornið. Anna komin með sex mörk. Þvílík frammistaða hjá Íslandi í fyrri hálfleik!16.58: 16-7. Það mætti halda að Ísland hefði tekið leikhlé í stöðunni 11-7. Stelpurnar manni færri eftir að Stella var rekin út af í 2 mínútur. Fyrsta brottvísunin í leiknum. 16.54: Íslensku stelpurnar að valta yfir þær úkraínsku. Staðan er 14-7 og markaskorun að dreifast vel. Úkraínska stórskyttan er komin á bekkinn eftir að Jenný varði frá henni tvisvar í röð. 16.49: Karen Knútsdóttir kemur Íslandi í 11-7 eftir fallega sókn og úkraínski þjálfarinn tekur leikhlé. Flott byrjun hjá íslenska liðinu. Eru með frábæra skotnýtingu það sem af er leik og Jenný verið sjóðheit í markinu. Nú þurfa þær að ganga betur út í Pidpalovu í vörninni. Gott flæði hjá Ágústi þjálfara á leikmönnum. Karen Knúts leysir Rakel Dögg af í sókninni sem stendur og gerir það vel.16.46: 10-6 fyrir Ísland. Sóknarleikur úkraínska liðsins gengur út á að stilla upp fyrir vinstri skyttuna Pidpalovu. Hún er komin með 5 af sex mörkum Úkraínu, 16.44: 7-4 fyrir Ísland. Brynja Magnúsdóttir var að brenna af víti en í kjölfarið dæmdur ruðningur á Úkraínu. Anna Úrsúla komin með þrjú mörk.16.38: 5-3 fyrir Ísland. Rakel Dögg og Hrafnhildur komnar á blað. Íslenska liðið spilar 6-0 vörn sem er að ganga ágætlega. Jenný komin með 7 skot á fyrstu átta mínútunum.16.33: Ísland komið í 3-1. Tvö mörk í röð frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Vörnin að spila vel og Jenný heit í markinu. Meira svona. 16.31: Ísland komið 1-0 yfir eftir hraðupphlaupsmark Þóreyjar Rósu. Jenný fer á kostum í markinu. Hefur varið fjögur skot. 16.30: Leikurinn hefst og það er úkraínska liðið sem byrjar með boltann.16.28: Þá er búið að spila þjóðsöngvanna og allt til reiðu fyrir leikinn.16.25: Áhorfendur mættu vera fleiri hér í Vodafone-höllinni. Markmið HSÍ var að fá 2000 manns á völlinn en eins og staðan er núna virðist það mjög fjarlægt markmið. Reyndar eru Íslendingar þekktir fyrir allt annað en stundvísi og vonandi rætist úr.16.15: Nú er stundarfjórðungur í að leikur Íslands og Úkraínu hefjist hér í Vodafone-höllinni. Leikmenn beggja liða á fullu í upphitun sem og dómararnir sem koma frá Serbíu. Dómararnir, þær Maric Branka og Masic Zorica, skarta vel aflituðu hári í stíl við Einar Jónsson aðstoðarþjálfara íslenska liðsins.
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira