Peter Öqvist: Íslenskar skyttur eru í hæsta gæðaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2011 18:15 Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Sjá meira
Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Sjá meira