Íslenski boltinn

U-21 árs strákarnir styrktu krabbameinssjúk börn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peningarnir afhentir í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Mynd/ksi.is
Peningarnir afhentir í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Mynd/ksi.is
Strákarnir í íslenska U-21 árs landsliðinu í knattspyrnu létu gott af sér leiða í dag er þeir styrktu átakið "Meðan fæturnir bera mig" um 300 þúsund krónur. Peningarnir renna til krabbameinssjúkra barna.

Peningarnir koma úr sektarsjóði strákanna á EM. Strákarnir þurftu að borga í sjóðinn fyrir ýmsar yfirsjónir.

Það voru þeir Haraldur Björnsson, Guðmundur Kristjánsson og Óskar Pétursson sem afhentu peningana í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×