Peter Öqvist: Viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2011 20:30 Peter Öqvist, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, tilkynnti í dag tólf manna hóp sinn fyrir komandi Norðurlandamót sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð og hefst um næstu helgi. Peter var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2. „Það er hægt að búast við því að íslenska landsliðið sé að þróa sinn stíl og móta það leikkerfi sem við trúum að geti reynst íslenska landsliðinu vel bæði á þessu Norðurlandamóti sem og í komandi Evrópukeppni," sagði Peter Öqvist. „Við viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu og spila leikstíl sem passar vel fyrir íslenskan körfubolta," sagði Peter. Ísland spilar fjóra leiki á NM á móti Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi. „Hvað varðar úrslitin á mótinu þá verðum við náttúrulega að bera virðingu fyrir öllum mótherjum okkar en ég tel samt að við getum verið hættulegur mótherji. Ég vil ekki gefa út nein árangursmarkmið en ég hef trú á því að þetta lið sé samkeppnishæft og geti verið með í baráttunni," sagði Peter. „Það væri frábært fyrir okkur ef okkur tekst að vinna þrjá leiki í þessu móti. Það væru frábær úrslit fyrir okkur á þessum tímapunkti," sagði Peter „Við erum með sterkt lið og leikmenn á frábærum aldri eins og strákana sem eru fæddur 1982 að viðbættum Loga Gunnarssyni sem er fæddur 1981. Þeir eru kjarninn í liðinu en svo erum við líka með unga leikmenn sem eru að koma upp úr ýngri landsliðinum og þeir munu berjast fyrir sínum mínútum," sagði Peter. „Ég er ánægður með hæfileikana í liðinu en ég geri mér vel grein fyrir því að við erum með minna lið en flestir mótherjar okkar. Við munum reyna að finna leiðir til þess að nýta okkar styrkleika og vera eins hættulegir og við getum verið þrátt fyrir smæðina," sagði Peter en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Peter Öqvist, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, tilkynnti í dag tólf manna hóp sinn fyrir komandi Norðurlandamót sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð og hefst um næstu helgi. Peter var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2. „Það er hægt að búast við því að íslenska landsliðið sé að þróa sinn stíl og móta það leikkerfi sem við trúum að geti reynst íslenska landsliðinu vel bæði á þessu Norðurlandamóti sem og í komandi Evrópukeppni," sagði Peter Öqvist. „Við viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu og spila leikstíl sem passar vel fyrir íslenskan körfubolta," sagði Peter. Ísland spilar fjóra leiki á NM á móti Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi. „Hvað varðar úrslitin á mótinu þá verðum við náttúrulega að bera virðingu fyrir öllum mótherjum okkar en ég tel samt að við getum verið hættulegur mótherji. Ég vil ekki gefa út nein árangursmarkmið en ég hef trú á því að þetta lið sé samkeppnishæft og geti verið með í baráttunni," sagði Peter. „Það væri frábært fyrir okkur ef okkur tekst að vinna þrjá leiki í þessu móti. Það væru frábær úrslit fyrir okkur á þessum tímapunkti," sagði Peter „Við erum með sterkt lið og leikmenn á frábærum aldri eins og strákana sem eru fæddur 1982 að viðbættum Loga Gunnarssyni sem er fæddur 1981. Þeir eru kjarninn í liðinu en svo erum við líka með unga leikmenn sem eru að koma upp úr ýngri landsliðinum og þeir munu berjast fyrir sínum mínútum," sagði Peter. „Ég er ánægður með hæfileikana í liðinu en ég geri mér vel grein fyrir því að við erum með minna lið en flestir mótherjar okkar. Við munum reyna að finna leiðir til þess að nýta okkar styrkleika og vera eins hættulegir og við getum verið þrátt fyrir smæðina," sagði Peter en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira