Körfubolti

Naumt tap U20 karlaliðsins í körfu gegn Bosníu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haukur Helgi í leik með Fjölni.
Haukur Helgi í leik með Fjölni. Mynd/Stefán
Karlalandslið Íslands í körfuknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri beið lægri hlut fyrir Bosníu 78-82 í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumóts U20 landsliða í Bosníu í gær.

Íslenska liðið byrjaði betur í leiknum og hafði frumkvæðið fram í 3. leikhluta. Bosníumenn, sem leika á heimavelli, höfðu betur á lokakaflanum og unnu fjögurra stiga sigur.

Haukur Helgi Pálsson Fjölnismaður sem spilar með háskólaliði í Maryland var stigahæstur með 22. stig. Á hæla honum kom fyrrum samherji hans úr Fjölni Tómas Tómason. Haukur Óskarsson úr Haukum skoraði 14 stig og Ægir Þór Steinarsson Fjölni 11 stig.

Ísland mætir Ísrael í dag kl 15:30 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×