Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna 13. júlí 2011 19:02 Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira