Þór/KA gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og lagði KR með tveimur mörkum gegn einu. Slóveninn Mateja Zver var á skotskónum í dag en hún skoraði bæði mörk Akureyringa.
Mateja Zver kom Þór/KA yfir undir lok fyrri hálfleiks og gestirnir leiddu í hálfleik. Berglind Bjarnadóttir jafnaði metin á 54. mínútu fyrir KR sem þurfa nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttu deildarinnar. Zver skoraði svo sigurmark Slóvena á 62. mínútu og þar við sat.
Með sigrinum fara Akureyringar upp í 3. sæti deildarinnar með 18 stig en KR-ingar sitja áfram í 7. sæti með sjö stig.
Manya Makoski, Bandaríkjamaðurinn í liði Þórs/KA, fékk að líta rauða spjaldið undir lok venjulegs leiktíma.
Upplýsingar frá fótbolti.net.
