Körfubolti

Þrír íslenskir leikmenn meðal sjö hæstu í framlagi á NM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Þrír leikmenn íslenska landsliðsins voru meðal þeirra sjö hæstu í framlagi á nýloknu Norðurlandamóti í Sundsvall í Svíþjóð.

Hlynur Bæringsson var í 2. sæti á eftir Dananum Nicolai Iversen, Pavel Ermolinkskij var sjötti og Jakob Örn Sigurðarson var síðan í næsta sæti á eftir honum. Íslenska liðið fékk bronsið á mótinu og þeir Hlynur og Jakob voru valdir í úrvalsliðið.

Hlynur tók flest fráköst á mótinu eða 10,3 í leik en Pavel varð þar í 2. sæti með 8,0 fráköst í leik.

Pavel var einnig annar í stoðsendingum með 4,3 í leik og Jakob skoraði 17,8 stig að meðaltali og varð í fjórða sæti yfir flest stig að meðaltali í leik. Hlynur og Logi Gunnarsson voru einnig inni á topp tíu í stigaskorun.

Íslendingar inn á topp tíu á NM

Framlag í leik

Hlynur Bæringsson 2. sæti (19,5)

Pavel Ermolinkskij 6. sæti (15,5)

Jakob Örn Sigurðarson 7. sæti (14,5)

Stig í leik

Jakob Örn Sigurðarson 4. sæti (17,8)

Hlynur Bæringsson 7. sæti (15,5)

Logi Gunnarsson8. sæti (12,8)

Fráköst í leik

Hlynur Bæringsson 1. sæti (10,3)

Pavel Ermolinkskij 2. sæti (8,0)

Logi Gunnarsson10. sæti (4,0)

Stoðsendingar í leik

Pavel Ermolinkskij 2. sæti (4,3)

Haukur Helgi Pálsson 8. sæti (2,7)

Hlynur Bæringsson 9. sæti (2,5)

Stolnir boltar í leik

Pavel Ermolinkskij 3. sæti (2,00)

Haukur Helgi Pálsson 6. sæti (1,67)

Jakob Örn Sigurðarson 8. sæti (1,50)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×