Umfjöllun: KR-ingar teknir í kennslustund á heimavelli Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar skrifar 28. júlí 2011 16:56 Mynd/Hag KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira