Íslenski boltinn

Finnur: Vantaði ákveðni í teigunum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
"Það vantaði það sama og fyrr í sumar, ákveðni í vítateigunum," sagði Finnur Ólafsson leikmaður ÍBV eftir tapið gegn Þór í kvöld.

ÍBV tapaði 2-1 fyrir Þór fyrr í sumar á Akureyri en Þórsarar komust í bikarúrslitin með sigrinum í kvöld.

"Við erum í raun ekki að fá nein dauðafæri og erum bara alls ekki nógu ákveðnir. Við virtumst ekki vera klárir í að skora. Abel gerir mistök í markinu en þeir skora tvö mörk upp úr föstum leikatriðum sem er mjög lélegt."

"Við ætluðum bara að spila okkar leik en það er erfitt að greina þetta svona strax eftir að leikurinn er búinn," sagði Finnur sem er ekki viss um að liðið fari í Herjólfsdalinn um helgina.

"Ég efast um það, en mér er alveg sama," sagði Finnur, ósáttur með tapið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×