Ósætti um sjónvarpstekjur Barcelona og Real Madrid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 23:30 David Villa fagnar marki í leik gegn Real Madrid á síðustu leiktíð. Nordic Photos/AFP Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015. Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015.
Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira